Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki Heiðar Már Guðjónsson skrifar 22. september 2012 06:00 Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar