Forstjóri Húsasmiðjunnar leiðréttur Baldur Björnsson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn. Sigurður kannast ekki við að eignarhald Landsbankans og Framtakssjóðs Íslands á Húsasmiðjunni hafi skapað fyrirtækinu betri stöðu en ella. Staðreyndir tala öðru máli. Landsbankinn breytti 11 milljarða króna skuldum í hlutafé. Landsbankinn leysti til sín stórt húsnæði Húsasmiðjunnar og veitti fyrirtækinu síðan 2,5 milljarða króna kúlulán til 5 ára með afar lágum endurgreiðslum fyrstu 5 árin. Seint verður nokkuð af þessu talið eðlileg fyrirgreiðsla til fyrirtækis í bullandi taprekstri eftir milljarða afskriftir. Ljóst er að Húsasmiðjan naut þess að eiga ríka pabbann Landsbankann. Aftur á móti höfðu hluthafar Landsbankans og lífeyrisgreiðendur, eigendur Framtakssjóðsins, minna en ekkert upp úr sölu Húsasmiðjunnar þegar loks kom að henni. Forstjórinn kennir skuldsettum yfirtökum á árunum fyrir hrun um bága skuldastöðu Húsasmiðjunnar. Það er varla nema hálfur sannleikur. Hömlulaus útþensla Húsasmiðjunnar út um allt land með uppkaupum fyrirtækja og stækkun verslana allt fram að bankahruni verður varla tekið út fyrir sviga. Forstjórinn gumar af því að hafa lækkað kostnað með fækkun starfsmanna og launalækkun þeirra sem eftir sitja. Þessi glansmynd stenst illa nánari skoðun. Samkvæmt nýjustu tiltækum ársskýrslum var starfsmannakostnaður Húsasmiðjunnar tæplega 19% af veltu sem er tugum prósenta hærri en hjá helstu samkeppnisaðilum hennar. Lýsing forstjórans á ástæðum fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar er furðuleg. Hann telur að rannsóknin snúist um framkvæmd verðkannana hjá samkeppnisaðilum. Sú lýsing fer ekki beint heim og saman við þá staðreynd að Samkeppniseftirlitið réðst í umfangsmiklar húsleitir, símahleranir og handtökur 19 manna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Málið hlýtur að vera miklu stærra og alvarlegra en vegna „framkvæmdar verðkannana". Það segir líka sína sögu að Húsasmiðjan er búin að taka frá tugi milljóna króna í varúðarskyni til að borga sekt fyrir þessi meintu samkeppnislagabrot. Vandséð er hvers vegna forstjóri Húsasmiðjunnar getur ekki komið hreint fram við lesendur. Ég hélt að sá tími væri liðinn að menn mættu í viðtöl við fjölmiðla til þess að pumpa sig og fyrirtæki sín upp og sleppa að ræða það sem gæti minnkað loftið í froðunni. Svona sjálfsupphafning gerir ekki mikið til að stuðla að vitrænni umræðu um byggingavörumarkaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að benda á nokkur undanskot staðreynda í máli Sigurðar Arnar Sigurðssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, í viðtali við Markaðinn 11. apríl síðastliðinn. Sigurður kannast ekki við að eignarhald Landsbankans og Framtakssjóðs Íslands á Húsasmiðjunni hafi skapað fyrirtækinu betri stöðu en ella. Staðreyndir tala öðru máli. Landsbankinn breytti 11 milljarða króna skuldum í hlutafé. Landsbankinn leysti til sín stórt húsnæði Húsasmiðjunnar og veitti fyrirtækinu síðan 2,5 milljarða króna kúlulán til 5 ára með afar lágum endurgreiðslum fyrstu 5 árin. Seint verður nokkuð af þessu talið eðlileg fyrirgreiðsla til fyrirtækis í bullandi taprekstri eftir milljarða afskriftir. Ljóst er að Húsasmiðjan naut þess að eiga ríka pabbann Landsbankann. Aftur á móti höfðu hluthafar Landsbankans og lífeyrisgreiðendur, eigendur Framtakssjóðsins, minna en ekkert upp úr sölu Húsasmiðjunnar þegar loks kom að henni. Forstjórinn kennir skuldsettum yfirtökum á árunum fyrir hrun um bága skuldastöðu Húsasmiðjunnar. Það er varla nema hálfur sannleikur. Hömlulaus útþensla Húsasmiðjunnar út um allt land með uppkaupum fyrirtækja og stækkun verslana allt fram að bankahruni verður varla tekið út fyrir sviga. Forstjórinn gumar af því að hafa lækkað kostnað með fækkun starfsmanna og launalækkun þeirra sem eftir sitja. Þessi glansmynd stenst illa nánari skoðun. Samkvæmt nýjustu tiltækum ársskýrslum var starfsmannakostnaður Húsasmiðjunnar tæplega 19% af veltu sem er tugum prósenta hærri en hjá helstu samkeppnisaðilum hennar. Lýsing forstjórans á ástæðum fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar er furðuleg. Hann telur að rannsóknin snúist um framkvæmd verðkannana hjá samkeppnisaðilum. Sú lýsing fer ekki beint heim og saman við þá staðreynd að Samkeppniseftirlitið réðst í umfangsmiklar húsleitir, símahleranir og handtökur 19 manna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Málið hlýtur að vera miklu stærra og alvarlegra en vegna „framkvæmdar verðkannana". Það segir líka sína sögu að Húsasmiðjan er búin að taka frá tugi milljóna króna í varúðarskyni til að borga sekt fyrir þessi meintu samkeppnislagabrot. Vandséð er hvers vegna forstjóri Húsasmiðjunnar getur ekki komið hreint fram við lesendur. Ég hélt að sá tími væri liðinn að menn mættu í viðtöl við fjölmiðla til þess að pumpa sig og fyrirtæki sín upp og sleppa að ræða það sem gæti minnkað loftið í froðunni. Svona sjálfsupphafning gerir ekki mikið til að stuðla að vitrænni umræðu um byggingavörumarkaðinn.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun