Erlent

Áður óþekkt tónverk eftir Mozart fundið

Mozart var undrabarn.
Mozart var undrabarn.
Áður óþekkt tónverk sem talið er vera eftir Mozart fannst í Austurríki fyrir skömmu. Fræðimenn við Mozart-stofnunina í Salzburg telja verkið hafa verið samið árið 1767 eða 1768, þegar Mozart var einungis tíu ára gamall.

Nóturnar fundust á háalofti í Austurrísku safni. Nóturnar eru skrifaðar með rithönd föður Mozarts, Leópolds. Á blöðunum stendur skrifað Del Signore Giovane Wolfgango Mozart, en fræðimennirnir segja Leópold ávallt hafa titlað son sinn með þessum hætti.

Píanóleikarinn Florian Birsak frumflutti þetta tvö hundruð og fimmtíu ára gamla verk á heimili Mozarts í síðustu viku. Þó svo að Mozart hafi einungis verið barn þegar hann samdi verkið, sagði Birask það bera öll einkenni þess mikla tónskálds sem Mozart varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×