Innlent

Vélsleðamaðurinn kominn í sjúkrabíl

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist sunnan við Hrauneyjalón í Hrauneyjum er kominn í sjúkrabíl. Fimm björgunarsveitarmenn sóttu manninn rétt fyrir hádegi í dag. Hann kvartaði yfir eymslum í baki og samkvæmt upplýsingum frá flugbjörgunarsveitinni verður hann fluttur í bæinn til frekari skoðunar. Maðurinn var í hópi manna þegar snjór hrundi skyndilega undan sleðanum með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×