Erlent

Ætlar að halda áfram jafnvel þótt hann tapi í Flórída

Newt Gingrich
Newt Gingrich mynd/afp
Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að hann hygðist berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins alveg fram að landsfundi flokksins í sumar, jafnvel þótt hann myndi tapa fyrir Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra í Massachusetts, í forvalinu í Florída á þriðjudaginn.

Romney hefur eytt meiri peningum í baráttunni, en hann hefur eytt 3 dollurum á móti hverjum einum sem Gingrich hefur eytt í Flórída.

Romney er almennt talinn sigurstranglegri og mælist með meiri stuðning í könnunum í fylkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×