Erlent

Harmleikur í Perú: 27 brunnu inni

Mikil sorg er í borginni. Meðferðarheimilið var rekið af trúarsöfnuði og er meðal annars verið að skoða hvort það hafi haft öll leyfi.
Mikil sorg er í borginni. Meðferðarheimilið var rekið af trúarsöfnuði og er meðal annars verið að skoða hvort það hafi haft öll leyfi. mynd/afp
Að minnsta kosti 27 fórust þegar eldur kom upp á meðferðarheimili í Lima, höfuðborg Perú, í gær. Um tíu eru alvarlega slasaðir en öll fórnarlömbin eru karlmenn. Samvkæmt slökkviliðsstjóra borgarinnar lokuðust sjúklingarnir inni á heimilinu þar sem ekki var hægt að opna hurðirnar innan frá. Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta veggi til að bjarga fólki. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×