
Til varnar jafnréttissinna
Verðleikaþjóðfélag er andstæða kunningja- og klíkuþjóðfélagsins þar sem flokkshollusta, kunningskapur, ættir og klíkuskapur ræður því hverjir ráðnir eru til verka. Þar er engin trygging fyrir því að verðleikar og málefnaleg sjónarmið ráði för.
Margir hafa á það bent að líta megi á það bæði sem veikleika og styrkleika að Ísland sé lítið og einsleitt samfélag þar sem innbyrðis tengsl eru mikil og boðleiðir stuttar, en jafnframt að einmitt þetta hafi verið rót kreppunnar.
Einhver ötulasti baráttumaður síðari áratuga gegn spillingu, kynjamisrétti, ójöfnuði og kauðskum klíkustjórnmálum er Jóhanna Sigurðardóttir sem tók að sér að leiða þjóðina út úr þeim djúpstæða vanda sem íslenska klíkuveldið hafði bakað þjóðinni.
Barátta Jóhönnu er vel þekkt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gat um þessa baráttu Jóhönnu þegar hún spurðist fyrir um stöðu þess kærumáls sem nú fer hátt í fjölmiðlum eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Fyrir rétt um ári síðan hafði Jóhanna gert upp við sig að mál vildi hún ekki höfða til ógildingar úrskurði kærunefndar jafnréttismála þótt vísir lögfræðingar og ráðgjafar teldu miklar líkur á að úrskurði kærunefndar yrði hnekkt í slíku máli. Jóhanna tók málið afar nærri sér enda mátti hún vera í góðri trú um að málefnalega og faglega hefði verið staðið að mati á 21 umsókn um starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Af fimm manna úrvalshópi hafnaði sá er starfið fékk í efsta sæti en málshöfðandi í kærumálinu í því fimmta. Hefði það verið rétt af Jóhönnu að standa í málaferlum við kynsystur sína um álitamál sem snerti jafnrétti?
Enda svaraði Jóhanna Þorgerði Katrínu svo til á Alþingi: „Ákvörðun mín var sú að fara ekki með málið fyrir dómstóla heldur að reyna að leita sátta jafnvel þó að ríkislögmaður teldi góðar líkur á að ég mundi vinna það mál fyrir dómstólum."
Jóhanna Sigurðardóttir nýtti með öðrum orðum ekki þau réttarúrræði sem hún hafði til þess að reyna að hnekkja úrskurðinum. Segja má að þá þegar hafi hún viðurkennt úrskurð kærunefndar jafnréttismála og viljað beygja sig undir hann með sáttaumleitunum við umsækjandann.
En sátt var ekki í boði og umsækjandinn höfðaði mál sem nú hefur verið leitt til lykta í héraðsdómi. Og hver er niðurstaðan? Bindandi úrskurður kærunefndar jafnréttismála sem Jóhanna nánast að segja framkallaði sjálf með því að höfða ekki ógildingarmál.
En fleira kemur til. Í dóminum er kröfu um skaðabætur hafnað en fallist á sömu fjárhæð miskabóta og forsætisráðuneytið hafði þegar boðið stefnanda í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála.
Þá er það jafnframt niðurstaða dómsins að ekki verði fullyrt að stefnandi hafi átt að fá embættið og er skaðabótakröfu stefnanda því alfarið hafnað.
Í þessu ljósi er því hægt að velta vöngum yfir því hvað hefði gerst ef stefnandi hefði hlotið embættið. Hefðu aðrir sem urðu ofar í mati á umsækjendum beðið um úrskurð kærunefndar jafnréttismála? Hver hefði niðurstaðan orðið þá?
Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hefur svo sannarlega margt áunnist í jafnréttismálum. Svo mjög að Ísland er til fyrirmyndar á því sviði. Kynjuð fjárlagagerð og hagstjórn hefur verið innleidd við gerð fjárlaga til að tryggja jafna dreifingu opinberra fjármuna óháð kyni. Undir forystu Jóhönnu var málaflokkur jafnréttismála fluttur undir forsætisráðuneytið, búið er að ljúka við gerð jafnréttisstaðla til að ráðast með markvissum hætti gegn kynjabundnum launamun, unnið hefur verið að aðgerðaáætlun gegn mansali, kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi, austurríska leiðin til varnar þolendum heimilisofbeldis hefur verið lögleidd og unnið er að eflingu Jafnréttisstofu. Senn taka gildi lög sem kveða á um að lágmark 40 prósent stjórnenda fyrirtækja og sjóða séu konur. Helmingur ráðuneytisstjóra eru konur og meirihluti ráðherra er það nú sem stendur.
Ofangreindar samfélagslegar breytingar og sigrar verða ekki til af sjálfu sér. Jóhanna Sigurðardóttir hefur í áratugi barist fyrir auknu jafnrétti kynjanna og gerir enn. Hún hefur einnig barist fyrir heilbrigðri stjórnsýslu og verðleikaþjóðfélaginu. Hún hefur engar tryggingar frekar en aðrir fyrir því að þessi tvö markmið geti ekki rekist á endrum og sinnum. Það hefur hún sjálf reynt.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar