Erlent

Fótboltaþjálfari sekur um að brjóta gegn 10 drengjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sandusky gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Sandusky gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. mynd/ afp.
Fyrrverandi fótboltaþjálfari í ameríska fótboltanum, Jerry Sandusky, hefur verið dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot. Sandusky, sem er 68 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa brotið gegn 10 drengjum á fimmtán ára tímabili. Alls var hann sakfelldur fyrir 45 ákæruliði af 48, að því er fram kemur á vef bresku fréttastöðvarinnar BBC. Búist er við því að Sandusky áfrýji dómnum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Sandusky þjálfaði fótboltalið háskólans í Pennsylvaníufylki um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×