Erlent

Ný ríkisstjórn í Sýrlandi

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. mynd/AFP
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, tilkynnti í dag að ný stjórn hefði verið mynduð í Sýrlandi. Þingkosningar fóru fram í landinu fyrir tveimur mánuðum en stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar alfarið.

Samkvæmt opinberum fjölmiðlum í Sýrlandi hefur al-Assad nú myndað nýja ríkisstjórn en Dr. Riad Hijab mun gegna stöðu forsætisráðherra. Þá munu flestir ráðherrar fyrri ríkisstjórnar halda embættum sínum, þar á meðal Walid al-Muallem, utanríkisráðherra landsins, sem og varnarmálaráðherra og innanríkisráðherra landsins.

Alls sitja 34 ráðherrar í ríkisstjórninni en henni bíður það mikla verka að binda enda á þá óöld sem geisað hefur í landinu síðustu mánuði.

Að minnsta kosti 170 létust í átökum stjórnarandstæðinga og öryggisveita í Sýrlandi í gær. Meirihluti þeirra voru óbreyttir borgarar.

Þá er talið að 15 manns hafi verið drepnir í landinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×