Erlent

Úrslitin kynnt á morgun

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag.
Frá Frelsistorginu í Kaíró í dag. mynd/AP
Úrslit forsetakosninganna í Egyptalandi verða kunngjörð á morgun. Þetta tilkynnti kjörstjórn Egyptalands í dag.

Fulltrúar kjörstjórnarinnar hafa nú tekið athugasemdir frambjóðendanna tveggja, þeirra Mohammed Morsi fyrir Bræðralag múslima og Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, til skoðunar.

Báðir frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum.

Í síðustu viku var ákveðið að fresta birtingu úrslitanna við lítinn fögnuð kjósenda.

Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Frelsistorginu í Kaíró síðustu daga — mótmælendurnir eru flestir stuðningsmenn Bræðralags múslima en þeir krefjast þess að herráð landsins færi völd sín í hendur Morsis hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×