Mikil og verðmæt réttindi Guðmundur Þ. Þórhallsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram. Mikil umræða hefur að undanförnu staðið um íslenska lífeyrissjóðakerfið hlutverk þess og tilgang. Þar hefur margt sérkennilegt komið fram, sumt jafnvel villandi eða beinlínis rangt. Því tel ég rétt að gera grein fyrir þeim réttindum og ávinningi sem sjóðfélagar ná að byggja upp með greiðslum í lífeyrissjóð. Með iðgjaldagreiðslum er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna að tryggja sér víðtæka tryggingavernd, sem nær ekki einungis til sjóðfélagans heldur auk þess til maka og barna. Uppbygging lífeyrisréttinda sjóðfélaga er því ekki samanburðarhæft við sparnaðarform eins og innlegg á bankareikning eða kaup á verðbréfum til ávöxtunar. Segja má að um 2/3 af iðgjaldi sjóðfélaga lífeyrissjóðsins fari til öflunar ævilangs ellilífeyris og að 1/3 sé ráðstafað til greiðslna tryggingaverndar í formi örorkulífeyris sem og maka- og barnalífeyris. Á liðnu ári greiddi Lífeyrissjóður verzlunarmanna 4,4 milljarða í ellilífeyri og 2,3 milljarða í örorku-, maka- og barnalífeyri, eða samtals 6,7 milljarða króna. Því er ekki samanburðarhæft að bera saman annars vegar 1.000 kr. sem fara til lífeyrissjóðs í formi iðgjalds til öflunar ævilangs lífeyris auk víðtækra tryggingaréttinda og hins vegar 1.000 kr. sem innlegg á bankareikning eða til kaupa á verðbréfum. Réttindi sem munar umÍ meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um áætlaða tryggingavernd og séreignarsparnað sjóðfélaga miðað við gildandi samþykktir sjóðsins: Eins og fram kemur í ofangreindum útreikningum nýtur sjóðfélagi ríkulegs lífeyris auk tryggingaréttinda. Þannig nemur ævilangur lífeyrir auk séreignarsparnaðar um 385.000 kr. á mánuði árin 67 til 80 ára eða allt að þeim meðallaunum sem sjóðfélaginn aflaði sér og frá 80 ára aldri til æviloka um 64% af laununum. Það er m.a. tilgangurinn með samspili séreignar og samtryggingar að sjóðfélagi geti haft áhrif á lífeyristekjur sínar. Sé horft til tryggingaverndarinnar, þ.e. örorkulífeyrisins, verði sjóðfélaginn fyrir skertri starfsorku, maka- og barnalífeyris vegna fráfalls sjóðfélaga má reikna þau réttindi til fjárhæða, þ.e. heildargreiðslur á meðan sjóðfélagi nýtur tryggingaverndarinnar. Í ofangreindu dæmi er um að ræða eftirtaldar fjárhæðir: Makalífeyrir24.383.617 kr. Barnalífeyrir4.999.297 kr. Örorkulífeyrir57.254.358 kr. Þannig nýtur sjóðfélaginn verulegra tryggingaréttinda. Þetta eru núvirtar tölur, þ.e. þær sýna hvaða fjárhæð þyrfti að leggja til hliðar svo hún standi undir hinni mánaðarlegu greiðslu maka- og barnalífeyris. Miðað er við 3,5% árs ávöxtun. Lífeyrissjóður verzlunarmanna, eins og aðrir lífeyrissjóðir, er því ekki eingöngu að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri heldur einnig mökum þeirra og börnum víðtæka tryggingavernd.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar