Fjöldi manns í mótmælum 6. mars 2012 03:00 Þúsundir manna komu saman í höfuðborg Rússlands í gær til að mótmæla Vladimír Pútín og kosningaúrslitunum. nordicphotos/AFP Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða. Mótmælendur fjölmenntu á Púskin-torgi í Moskvu síðdegis í gær og kröfðust afsagnar Vladimírs Pútín, daginn eftir að hann vann sigur í forsetakosningum. Mótmælendur sökuðu stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl og vilja að efnt verði til nýrra kosninga hið fyrsta. Um 12 þúsund lögreglumenn voru komnir á vettvang á undan mótmælendum, búnir undir átök ef til þeirra kæmi. „Þeir óttast okkur,“ hrópaði einn mótmælenda. „Ef þetta voru frjálsar kosningar, hvers vegna hafa þeir þá fyllt borgina af hermönnum?“ Alvarlegir vankantar voru á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt yfirlýsingu alþjóðlegra kosningaeftirlitsmanna. Kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að framkvæmd kosninganna hafi að vísu verið að mestu leyti í samræmi við reglur, en dæmi séu samt um að kjósendur hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni, greitt atkvæði fyrir aðra eða greitt atkvæði saman í hópum. Jafnvel sáust dæmi þess að kjósendum hafi verið ekið á milli kjörstaða í hópum til að greiða atkvæði á mörgum stöðum. Auk þess var talningu atkvæða ábótavant að einhverju leyti á nærri þriðjungi þeirra kjörstaða sem fylgst var með. Samkvæmt opinberri talningu fékk Pútín nærri 64 prósent atkvæða. Golog, sem er óháð rússnesk kosningaeftirlitsstofnun, fullyrðir að raunveruleg úrslit hafi verið mun óhagstæðari fyrir Pútín: Hann hafi ekki fengið nema rétt rúmlega 50 prósent, sem reyndar hefði rétt dugað honum til að sleppa við seinni umferð kosninganna, þar sem hann hefði keppt við þann frambjóðanda sem næstflest atkvæði hefði fengið. Eftirlitsmennirnir frá ÖSE segja að það hafi samt ekki bara verið framkvæmdin á kjördag, sem var meingölluð, heldur hafi aðdragandi kosninganna verið öðrum frambjóðendum en Pútín í óhag: „Það var aldrei nein alvöru samkeppni, og misnotkun opinberra stofnana tryggði að aldrei lék vafi á því hver yrði á endanum sigurvegari kosninganna,“ sagði Tonino Picula, yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ÖSE. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða. Mótmælendur fjölmenntu á Púskin-torgi í Moskvu síðdegis í gær og kröfðust afsagnar Vladimírs Pútín, daginn eftir að hann vann sigur í forsetakosningum. Mótmælendur sökuðu stjórnvöld um víðtækt kosningasvindl og vilja að efnt verði til nýrra kosninga hið fyrsta. Um 12 þúsund lögreglumenn voru komnir á vettvang á undan mótmælendum, búnir undir átök ef til þeirra kæmi. „Þeir óttast okkur,“ hrópaði einn mótmælenda. „Ef þetta voru frjálsar kosningar, hvers vegna hafa þeir þá fyllt borgina af hermönnum?“ Alvarlegir vankantar voru á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt yfirlýsingu alþjóðlegra kosningaeftirlitsmanna. Kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að framkvæmd kosninganna hafi að vísu verið að mestu leyti í samræmi við reglur, en dæmi séu samt um að kjósendur hafi greitt atkvæði oftar en einu sinni, greitt atkvæði fyrir aðra eða greitt atkvæði saman í hópum. Jafnvel sáust dæmi þess að kjósendum hafi verið ekið á milli kjörstaða í hópum til að greiða atkvæði á mörgum stöðum. Auk þess var talningu atkvæða ábótavant að einhverju leyti á nærri þriðjungi þeirra kjörstaða sem fylgst var með. Samkvæmt opinberri talningu fékk Pútín nærri 64 prósent atkvæða. Golog, sem er óháð rússnesk kosningaeftirlitsstofnun, fullyrðir að raunveruleg úrslit hafi verið mun óhagstæðari fyrir Pútín: Hann hafi ekki fengið nema rétt rúmlega 50 prósent, sem reyndar hefði rétt dugað honum til að sleppa við seinni umferð kosninganna, þar sem hann hefði keppt við þann frambjóðanda sem næstflest atkvæði hefði fengið. Eftirlitsmennirnir frá ÖSE segja að það hafi samt ekki bara verið framkvæmdin á kjördag, sem var meingölluð, heldur hafi aðdragandi kosninganna verið öðrum frambjóðendum en Pútín í óhag: „Það var aldrei nein alvöru samkeppni, og misnotkun opinberra stofnana tryggði að aldrei lék vafi á því hver yrði á endanum sigurvegari kosninganna,“ sagði Tonino Picula, yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ÖSE. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira