Hvar er manndómurinn? Gyða Margrét Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2012 11:00 Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Árni Gunnarsson svarar: „Það kæmi mér ekkert á óvart" Árni ýjar að því, með hjálp þáttastjórnanda, að ástæður Guðrúnar Harðardóttur séu þær að koma (pólitísku) höggi á Jón Baldvin Hannibalsson. Dylgjur Árna eru skaðlegar og óskandi að hann hefði manndóm í sér að koma hreint fram til að hægt sé að svara dylgjum hans. Þekkt er að sá sem áreitir eða beitir börn kynferðislegu ofbeldi sé það sem kallað er síbrotamaður. Mikilvægt er að samfélagið taki mark á brotaþolum til að koma í veg fyrir að fleiri börn séu áreitt eða beitt ofbeldi, að sannleikanum sé dreift sem víðast til verndar öðrum. Einnig er mjög mikilvægt að þau sem fyrir ofbeldinu eða áreitinu verða séu ekki beitt áframhaldandi ofbeldi af samfélagi sem heldur hlífiskildi yfir ofbeldismönnum, að rými þeirra í samfélaginu sé ekki skert, þeim sé ekki fórnað vegna getuleysis okkar að bregðast við. Þeir valdameiri eiga oft auðveldara með að sannfæra samfélagið um eigið sakleysi. Í huga okkar býr staðalmynd ofbeldismannsins: Við sjáum fyrir okkur skrímsli og ekkert annað. Ekki þá sem eru eða hafa verið álitnir málsmetandi í samfélaginu. Því er berskjöldun þeirra sem greina frá áreitni og ofbeldi valdamikilla manna mikil og ábyrgð okkar því meiri. Það væri óskandi að Árni Gunnarsson og skoðanasystkini hans hefðu sama kjark og Guðrún Harðardóttir: Að koma hreint fram, greina frá því sem átti sér stað og á brýnt erindi við samfélagið. Eruð þið búin að gleyma biskupsmálinu? Með aðgerðarleysi og þöggun stuðlum við að því að Ísland sé griðastaður kynferðisglæpamanna, og kannski sérstaklega þeirra valdameiri í þeirra hópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Árni Gunnarsson svarar: „Það kæmi mér ekkert á óvart" Árni ýjar að því, með hjálp þáttastjórnanda, að ástæður Guðrúnar Harðardóttur séu þær að koma (pólitísku) höggi á Jón Baldvin Hannibalsson. Dylgjur Árna eru skaðlegar og óskandi að hann hefði manndóm í sér að koma hreint fram til að hægt sé að svara dylgjum hans. Þekkt er að sá sem áreitir eða beitir börn kynferðislegu ofbeldi sé það sem kallað er síbrotamaður. Mikilvægt er að samfélagið taki mark á brotaþolum til að koma í veg fyrir að fleiri börn séu áreitt eða beitt ofbeldi, að sannleikanum sé dreift sem víðast til verndar öðrum. Einnig er mjög mikilvægt að þau sem fyrir ofbeldinu eða áreitinu verða séu ekki beitt áframhaldandi ofbeldi af samfélagi sem heldur hlífiskildi yfir ofbeldismönnum, að rými þeirra í samfélaginu sé ekki skert, þeim sé ekki fórnað vegna getuleysis okkar að bregðast við. Þeir valdameiri eiga oft auðveldara með að sannfæra samfélagið um eigið sakleysi. Í huga okkar býr staðalmynd ofbeldismannsins: Við sjáum fyrir okkur skrímsli og ekkert annað. Ekki þá sem eru eða hafa verið álitnir málsmetandi í samfélaginu. Því er berskjöldun þeirra sem greina frá áreitni og ofbeldi valdamikilla manna mikil og ábyrgð okkar því meiri. Það væri óskandi að Árni Gunnarsson og skoðanasystkini hans hefðu sama kjark og Guðrún Harðardóttir: Að koma hreint fram, greina frá því sem átti sér stað og á brýnt erindi við samfélagið. Eruð þið búin að gleyma biskupsmálinu? Með aðgerðarleysi og þöggun stuðlum við að því að Ísland sé griðastaður kynferðisglæpamanna, og kannski sérstaklega þeirra valdameiri í þeirra hópi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar