Hvar er manndómurinn? Gyða Margrét Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2012 11:00 Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Árni Gunnarsson svarar: „Það kæmi mér ekkert á óvart" Árni ýjar að því, með hjálp þáttastjórnanda, að ástæður Guðrúnar Harðardóttur séu þær að koma (pólitísku) höggi á Jón Baldvin Hannibalsson. Dylgjur Árna eru skaðlegar og óskandi að hann hefði manndóm í sér að koma hreint fram til að hægt sé að svara dylgjum hans. Þekkt er að sá sem áreitir eða beitir börn kynferðislegu ofbeldi sé það sem kallað er síbrotamaður. Mikilvægt er að samfélagið taki mark á brotaþolum til að koma í veg fyrir að fleiri börn séu áreitt eða beitt ofbeldi, að sannleikanum sé dreift sem víðast til verndar öðrum. Einnig er mjög mikilvægt að þau sem fyrir ofbeldinu eða áreitinu verða séu ekki beitt áframhaldandi ofbeldi af samfélagi sem heldur hlífiskildi yfir ofbeldismönnum, að rými þeirra í samfélaginu sé ekki skert, þeim sé ekki fórnað vegna getuleysis okkar að bregðast við. Þeir valdameiri eiga oft auðveldara með að sannfæra samfélagið um eigið sakleysi. Í huga okkar býr staðalmynd ofbeldismannsins: Við sjáum fyrir okkur skrímsli og ekkert annað. Ekki þá sem eru eða hafa verið álitnir málsmetandi í samfélaginu. Því er berskjöldun þeirra sem greina frá áreitni og ofbeldi valdamikilla manna mikil og ábyrgð okkar því meiri. Það væri óskandi að Árni Gunnarsson og skoðanasystkini hans hefðu sama kjark og Guðrún Harðardóttir: Að koma hreint fram, greina frá því sem átti sér stað og á brýnt erindi við samfélagið. Eruð þið búin að gleyma biskupsmálinu? Með aðgerðarleysi og þöggun stuðlum við að því að Ísland sé griðastaður kynferðisglæpamanna, og kannski sérstaklega þeirra valdameiri í þeirra hópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Árni Gunnarsson svarar: „Það kæmi mér ekkert á óvart" Árni ýjar að því, með hjálp þáttastjórnanda, að ástæður Guðrúnar Harðardóttur séu þær að koma (pólitísku) höggi á Jón Baldvin Hannibalsson. Dylgjur Árna eru skaðlegar og óskandi að hann hefði manndóm í sér að koma hreint fram til að hægt sé að svara dylgjum hans. Þekkt er að sá sem áreitir eða beitir börn kynferðislegu ofbeldi sé það sem kallað er síbrotamaður. Mikilvægt er að samfélagið taki mark á brotaþolum til að koma í veg fyrir að fleiri börn séu áreitt eða beitt ofbeldi, að sannleikanum sé dreift sem víðast til verndar öðrum. Einnig er mjög mikilvægt að þau sem fyrir ofbeldinu eða áreitinu verða séu ekki beitt áframhaldandi ofbeldi af samfélagi sem heldur hlífiskildi yfir ofbeldismönnum, að rými þeirra í samfélaginu sé ekki skert, þeim sé ekki fórnað vegna getuleysis okkar að bregðast við. Þeir valdameiri eiga oft auðveldara með að sannfæra samfélagið um eigið sakleysi. Í huga okkar býr staðalmynd ofbeldismannsins: Við sjáum fyrir okkur skrímsli og ekkert annað. Ekki þá sem eru eða hafa verið álitnir málsmetandi í samfélaginu. Því er berskjöldun þeirra sem greina frá áreitni og ofbeldi valdamikilla manna mikil og ábyrgð okkar því meiri. Það væri óskandi að Árni Gunnarsson og skoðanasystkini hans hefðu sama kjark og Guðrún Harðardóttir: Að koma hreint fram, greina frá því sem átti sér stað og á brýnt erindi við samfélagið. Eruð þið búin að gleyma biskupsmálinu? Með aðgerðarleysi og þöggun stuðlum við að því að Ísland sé griðastaður kynferðisglæpamanna, og kannski sérstaklega þeirra valdameiri í þeirra hópi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar