IKEA hefur bænheyrt þá sem þjást af brenglaðri rýmisskynjun og hefur stofnað sérstaka rás á myndbandasíðunni YouTube.
Á rásinni verða birt leiðbeiningarmyndbönd fyrir hin ýmsu húsgögn og mun IKEA svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum sínum á rásinni.
Aðeins eitt myndband er komið á rásina en það er vægast áhugavert.
Fróðleiksmolar spretta fram í teiknuðum loftbólum og hlutlaus lyftutónlist róar þreyttar taugar á meðan starfsmenn IKEA sýna réttu handtökin.
Hægt er að sjá kynningarmyndbandið hér fyrir ofan.
Erlent