Að trúa á evruna Eygló Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2012 09:00 Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun