Sótt eftir undanþágu frá verslun með lifandi dýr Þórhildur Hagalín skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar