Sótt eftir undanþágu frá verslun með lifandi dýr Þórhildur Hagalín skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun