Sótt eftir undanþágu frá verslun með lifandi dýr Þórhildur Hagalín skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra, þar með talin hross og hrossasæði. Þetta bann gegnir lykilhlutverki í vörnum gegn smitsjúkdómum en íslenski hrossastofninn hefur til þessa verið laus við marga alvarlega smitsjúkdóma, svo sem hestainflúensu og kverkaeitlabólgu, sem allir eru landlægir í nágrannalöndum okkar. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er óheimilt að banna út- og innflutning á hrossum milli aðildarríkja sambandsins. Lifandi dýr og dýraafurðir teljast vörur í skilningi þeirra reglna sem gilda um innri markaðinn og því jafngildir bann við innflutningi á hrossum takmörkun á frelsi til vöruviðskipta. Við gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið samþykktu öll EFTA-ríkin nema Ísland að taka upp í samninginn samræmdar reglur um heilbrigði dýra, með nokkrum undantekningum þó. EES-samningurinn kom þannig ekki í veg fyrir að innflutningsbanni á lifandi dýrum og vissum búfjárafurðum yrði áfram beitt af íslenskum stjórnvöldum. Síðan þá hefur verið samið um undanþágur vegna flestra EES-lagagerða varðandi dýrasjúkdóma og allra lagagerða varðandi frjálsa för lifandi dýra, búfjárrækt og dýravelferð. Mikilvægustu gerðirnar sem Ísland hefur fengið undanþágu frá eru tilskipun um eftirlit með dýraheilbrigði og dýrarækt í viðskiptum innan bandalagsins með tiltekin dýr á fæti og afurðir og tilskipun um þær kröfur sem liggja til grundvallar við eftirlit með dýraheilbrigði við innflutning dýra frá þriðju ríkjum. Kæmi til aðildar Íslands að ESB og innleiðingar þessara gerða að fullu yrði frjálst að flytja lifandi dýr til Íslands frá aðildarlöndum EES-svæðisins og þeim þriðju ríkjum sem ESB hefur samþykkt innflutning frá, án þess að þau færu í sóttkví hér á landi. Með innleiðingu slíkra reglna yrði ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum smitsjúkdómavörnum fyrir íslenska bústofna og því augljóst um hvers konar hagsmunamál er að ræða fyrir Íslendinga. Hagur ESB af óheftum innflutningi lifandi dýra til Íslands vegur óumdeilanlega lítið til samanburðar. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis vegna aðildarumsóknar að ESB segir að sóst skuli eftir því að undanþágu um viðskipti með lifandi dýr verði viðhaldið og í greinargerð samningahóps kemur fram að mikilvægustu hagsmunir Íslands hvað varðar dýraheilbrigði séu að sótt verði um áframhaldandi undanþágur frá löggjöf ESB sem varðar frjálst flæði á lifandi dýrum og löggjöf um dýrasjúkdóma. Sérstaða íslenskra bústofna hefur ekki breyst á liðnum árum eða áratugum og því ættu sömu forsendur að eiga við í yfirstandandi samningaviðræðum um aðild að ESB og þær sem lögðu grunninn að undanþágum Íslands frá reglum EES-samningsins um innflutning lifandi dýra. Endanlegt svar mun ekki liggja fyrir fyrr en aðildarviðræðum við ESB lýkur en samningskaflinn um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sem innflutningur lifandi dýra heyrir undir, hefur enn ekki verið opnaður og formleg samningsafstaða Íslands ekki verið birt.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun