Aron: Bærinn andaði léttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2012 06:00 Aron Pálmarsson ræðir við Aron Kristjánsson, nýjan landsliðsþjálfara Íslands, fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Fréttablaðið/Valli Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda." Íslenski handboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda."
Íslenski handboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira