Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu 7. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar