Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Björk Þórarinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar