Nei eða já: Hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Björk Þórarinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í ADHD-vitundarvikunni nú í haust vöktu ADHD-samtökin athygli þingmanna á að í fjárlagsfrumvarpi til næsta árs er áætlaður 220 milljóna króna sparnaður með því að hætta niðurgreiðslu metylphenidatlyfja til fullorðinna með ADHD. Í kjölfarið voru ADHD-samtökin boðuð á fund í velferðarráðuneytinu þar sem talað var um að þetta yrði ekki svona í raun, heldur ættu þeir sem sannanlega þyrftu á lyfjum að halda að fá þau niðurgreidd. Á þessum fundi var líka talað um að fjárveiting lægi fyrir til að stofna sérstakt ADHD-sérfræðiteymi og búið væri að tryggja rekstrargrundvöll þess. Mikil þörf er á að breyta og bæta bæði greiningar og meðferðarúrræði fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og er það ADHD-samtökunum mikið fagnaðarefni að slíkt verði að veruleika með tilkomu sérfræðiteymis. Bæði sálfræðingar og geðlæknar geta greint ADHD, en í dag er staðan þannig að þriggja til sex mánaða bið er eftir fyrsta tíma hjá geðlækni. Þess ber að geta að kostnaður við greiningu og þjónustu geðlækna er niðurgreiddur af ríkinu en kostnað sem hlýst af sálfræðiþjónustu þurfa einstaklingar að bera sjálfir. Kostnaður við ADHD-greiningu hjá sálfræðingi hleypur á 50-80 þúsundum króna. En niðurgreidd úrræði á vegum hins opinbera til handa fullorðnum einstaklingum með ADHD, eins og mælt er með í klínískum leiðbeiningum landlæknis, eru nær engin nema lyf. Ef erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir eru yfirfærðar á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að 4,5% fullorðinna einstaklinga séu með ADHD en það gera um 10.000 manns á Íslandi. Í dag eru hinsvegar um 2.100 fullorðnir einstaklingar á Íslandi að fá methylphenidatlyf sem notuð eru til meðferðar á ADHD. Þessir einstaklingar lifa í mikilli óvissu um hvað gerist um áramótin því svör hins opinbera orka tvímælis. Velferðarráðherra, formaður velferðarnefndar og starfsmenn velferðarráðuneytisins segja að þeir sem þurfi sannanlega á methylphenidatlyfjum að halda skuli enn þá fá þau niðurgreidd. Hins vegar stendur enn þá í fjárlagafrumvarpinu að hætta skuli niðurgreiðslu á methylphenidatlyfjum til fullorðinna um áramótin og spara með því 220 milljónir á árinu 2013 sem eru tveir þriðju þeirra útgjalda sem fara í niðurgreiðslu á þessum lyfjum árlega til fullorðinna. Spurningin sem allir fullorðnir einstaklingar með ADHD spyrja sig þess vegna er þessi: Er ég í flokki hinna 700 heppnu sem fá lyfin niðurgreidd? Og hvernig ætlar ríkið að ná að skera úr því á næstu tveimur mánuðum hverjir þeir verða sem ekki fá lyfin sín niðurgreidd um næstu áramót? Á að endurgreina fólk? Faglega unnin ADHD-greining í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknis tekur að lágmarki 8 til 10 klukkustundir fyrir hvern einstakling. Já, hverju eiga einstaklingar með ADHD að trúa? Hinu skrifaða orði eða hinu mælta. Nú fara kosningar fram á næsta ári og ef það verða breytingar á stjórnarskipan þá er ekkert sem segir að þeir aðilar sem taka við hefji hið mælta orð hærra en það sem stendur skrifað í fjárlögum. Við hjá ADHD-samtökunum förum því fram á skrifleg svör frá fjárlaganefnd um hvort þessi setning sem segir að fullorðnir einstaklingar með ADHD fái ekki niðurgreidd methylphenidatlyf á næsta ári verði tekin út úr fjárlagafrumvarpinu eða henni breytt. Ef því verður hins vegar haldið til streitu að spara skuli 220 milljónir og sumir eða bara um þriðjungur þeirra einstaklinga sem eru að fá lyf í dag fái þau niðurgreidd, þá krefjast ADHD-samtökin, fyrir hönd sinna félagsmanna, útskýringa á því hvernig staðið verður að vali þessa 700 manna hóps sem kemur til með að fá lyfin áfram niðurgreidd.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar