Erlent

Halda því fram að 800 manns hafi verið drepnir í síðustu viku

Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku.
Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku. nordicphotos/AFP
Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku. Fáist það staðfest er um að ræða mestu blóðsúthellingar sem þjóðin hefur þurft að horfa upp á síðan uppreisnin gegn Bashar Assad hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan.

Samkvæmt fréttavef AP fréttastofunnar telja andstæðingar ríkisstjórnarinnar að yfir fjórtán þúsund manns hafi látið lífið í átökum í landinu síðasta eina og hálfa árið. Það þýðir að um 900 manns hafi verið drepnir í mánuði hverjum.

Átökin í Sýrlandi virðast ætla að ná út fyrir landsteinana, þá sérstaklega eftir að tyrknesk orrustuþota var skotin niður í lofthelgi Sýrlands. Tyrkir hafa meðal annars stóraukið hernaðarviðbúnað sinn við landamæri landanna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að komast að einhverju samkomulagi um aðgerðir í Sýrlandi. Þannig var fundað í Genúa á Ítalíu í gær en ekkert samkomulag hefur náðst, þá helst vegna andstöðu Rússlands og Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×