Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Steingrímur J. Sigfússon skrifar 5. september 2012 06:00 Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun