Erlent

Sádí - Arabískar konur fá leyfi til að keppa á Ólympíuleikunum

Dalma Rushdi Malhas keppir á leikunum í London.
Dalma Rushdi Malhas keppir á leikunum í London. mynd/afp
Yfirvöld í Sádí - Arabíu hafa gefið út yfirlýsingu að þeir ætli að leyfa konum að taka þátt í Ólympíuleikunum í ár. Landið hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir kynjamismun.

Ákvörðunin var tekin fyrr í mánuðinum með stuðningi frá Abdullah konungi landsins.Tilkynningunni seinkaði sökum andláts Nayef krúnuprins.

Útlit er fyrir að knapinn Dalma Rushdi Malhas, sé sú eina sem er talin hæf til að keppa á leikunum í London í ár. Enn er verið að skoða mál nokkurra annarra kvenna. Fái þær inngöngu á leikana verða þær í víðum klæðnaði og með íþrótta "hijab", slæðu sem felur hár þeirra en ekki andlit.

Þátttaka kvenna í íþróttum hefur lengi verið ágreiningsmál í landinu.

Kúveit hefur einungis sent karlmenn á leikana en landið hefur gefið út yfirlýsingu að þau munu senda þrjár konur á leikana í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×