Erlent

Vilhjálmur prins fagnar þrítugsafmæli sínu á gúmmídekki í ísköldum sjó

Katrín gaf eiginmanni sínum óvanalega gjöf
Katrín gaf eiginmanni sínum óvanalega gjöf mynd/afp
Vilhjálmur prins fagnaði þrítugsafmæli sínu í síðustu viku með því að vera dreginn á gúmmídekki eftir hraðbáti í ísköldum sjó nálægt heimili sínu í Wales.

Eiginkona hans, Katrín skipulagði atburðinn fyrir nokkrum vikum. Þá var spáð sól og hita. Þrátt fyrir rigningu og kulda á afmælisdeginum heimtaði prinsinn að fara í sjóinn.

Katrín, Harry prins og lítill hópur vina Vilhjálms eru sögð hafa velkst um af hlátri þegar prinsinn skoppaði í gegnum öldurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×