Erlent

Netanyahu býst við samstarfi við Bræðralag múslima

Mohammed Morsi er fyrsti forseti Egyptalands sem er múslimi
Mohammed Morsi er fyrsti forseti Egyptalands sem er múslimi mynd/afp
Benjamin Netanyahu sagði á fundi með Vladimir Putin, rússneska forsetanum, að hann byggist við að ná samstarfi við Bræðralag múslima, nýja stjórn Egyptalands, sem byggi á friðarsáttmála landanna.

Hann segist trúa því að friður sé sameiginlegur hagur beggja landa og grundvöllur stöðugleika á svæðinu.

Opinber starfsmaður Ísraels segir ríkistjórnina vona að Morsi, nýlega kjörinn forseti Egyptalands og þing Bræðralags múslima einbeiti sér að því að koma stöðugleika á fjárhag í landinu áður en þeir fari að endurskoða tvíhliða samning landanna.

Fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Egypta er bundin því að þeir haldi frið við Ísrael.

Íranska fréttastofan Fars segir Morsi vilja nánara samstarf við Íran til að skapa jafnvægi á svæðinu.

Mohammed Morsi er fyrsti lýðræðislega kosni forseti Egyptalands. Landið er fjölmennasta ríki Arabalandanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×