Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja 8. júní 2012 03:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn Sveitir uppreisnarmanna segjast ekki lengur bundnar af vopnahléi og hafa síðustu daga fellt tugi stjórnarhermanna.Fréttablaðið/AP Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent