Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja 8. júní 2012 03:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn Sveitir uppreisnarmanna segjast ekki lengur bundnar af vopnahléi og hafa síðustu daga fellt tugi stjórnarhermanna.Fréttablaðið/AP Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á miðvikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkisráðherrum og erindrekum sex-tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undanfarnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýrlands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minnihlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins var í gær meinaður aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borginni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindruðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorpið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lifandi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhúsin eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá staðfestar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnarherinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira