Erlent

Gleraugu sem hjálpa þér að grennast

Japanskir vísindamenn hafa búið til gleraugu sem eiga hjálpa fólki að grennast. Þetta hljómar eflaust svolítið furðulega en þeir eru alveg vissir um að gleraugun hjálpi fólki að borða minna af mat.

Þegar einstaklingur setur á sig gleraugun sér hann matinn helmingi stærri en hann er í raun og veru. Vísindamennirnir hafa sýnt fram á að heilinn skynji það sem er á disknum með augunum en ekki maganum. Það þýði að ef maturinn virðist stærri en hann er í raun og veru mun einstaklingurinn borða minna af honum. Fólk haldi í raun og veru að það sé að borða rosalega mikið - en sú sé ekki raunin.

Gleraugun hafa verið í þróun hjá Háskólanum í Tókýó um tíma og segir Takuji Narumi, prófessor við skólann, að rannsóknir sýni að fólk, sem er með gleraugun á sér, borði að minnsta kosti 10 prósent minna af máltíðum dagsins.

Hægt er að sjá umfjöllun fréttastofunnar AFP hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×