Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu Ómar Ragnarsson skrifar 3. maí 2012 06:00 Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. „Reykjanesskagi, – ruslflokkur Rammaáætlunar“, felur í sér þá staðreynd að samkvæmt áætluninni fara aðeins 3 hugsanleg virkjanasvæði af 19 á skaganum í verndarflokk og 11 er búið að virkja eða á að virkja. 5, sem fara eiga í biðflokk, breyta litlu um heildarmyndina eftir að búið verður að breyta Reykjanesfólkvangi í virkjanasvæði og gera allan Reykjanesskagann að nær samfelldu virkjanasvæði með stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum, gufuleiðslum og vegum og njörva þetta allt síðan inn í net af möstrum og háspennulínum. Fólkvangur skagans fer verst út úr þessu auk fleiri friðaðra svæða. Þulin er síbyljulygin um endurnýjanlega og hreina orku sjálfbærrar þróunar þótt fyrir liggi að í forsendum þessara virkjana er aðeins gert ráð fyrir 50 ára endingu orkunnar og að óleyst eru vandamál mengunar, affallsvatns og manngerðra jarðskjálfta í stað þess að fara hægar í sakir í átt sjálfbærrar endingar. Dæmi um þetta er hin samþykkta Eldvarpavirkjun sem felur í sér tvöfaldan glæp: 1. Svartsengisvirkjun og Eldvörp eru með sameiginlegt jarðhitahólf þannig að með því að virkja í Eldvörpum verður flýtt fyrir því að klára orkuna og ganga enn hraðar en áður á rétt komandi kynslóða. Uppgefnar tölur gefa til kynna að jarðhitageymirinn verði tæmdur á 30 árum í stað 50 og að þar með verði orkusölusamningar í uppnámi, arðsemisútreikningar rangir og í lokin tap á hinni ónýtu virkjun sem afkomendur okkar eiga að borga. 2. Eldvörp eru gígaröð og þarf að fara austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. Gígaraðir og móbergshryggir finnast hvergi í heiminum eins og á Íslandi. En með Eldvarpavirkjun og öðrum virkjunum vestan Kleifarvatns á einmitt að ráðast á þessi fyrirbæri, sem eru einkennandi fyrir það að Ísland hefur orðið til á flekaskilum tveggja heimsálfa og á engan jafnoka í veröldinni að þessu leyti. Að hrifsa til sín orkuna í ofstopa-græðgi frá afkomendum okkar og eyðileggja í leiðinni fyrir þeim einstök náttúruverðmæti er siðlaust athæfi, sem mun verða núlifandi Íslendingum til ævarandi skammar, ekki síst vegna þess að stanslaust er logið til um hið raunverulega eðli þessa máls. Á þessu fyrirhugaða virkjanasvæði og öðrum í Reykjanesfólkvangi væri hægt að gera stórbrotinn eldfjallagarð ósnortinnar náttúru ekki síðri en eldfjallagarðinn á Havaí sem lokkar til sín þrjár milljónir ferðamanna um margfalt lengri og erfiðari veg. Þessi íslensku náttúruundur eru aðeins spölkorn frá aðalalþjóðaflugvelli landsins og mesta þéttbýli þess og eru mun verðmætari en skammlífar virkjanir, bæði fyrir dýrmæta ímynd lands og þjóðar og tekjumöguleika af þeim til frambúðar. Við Eldvörp er að finna ónýtta möguleika til að upplifa einstæða náttúru landsins og lífsbaráttu fyrri kynslóða. Í Sundvörðuhrauni eru t.d. dularfullar og magnaðar kofarústir sem líkast voru felustaður í Tyrkjaráninu og við norðurenda Eldvarpa er hinn forni göngustígur Árnastígur, þar sem hægt væri að sýna hvernig vermenn gengu þar eða riðu með poka sína. Ósnortin náttúra og umhverfi, saga fyrri kynslóða og hvernig þær lifðu af (survival) eru eftirsótt atriði fyrir ferðafólk ekkert síður en hið tilbúna og líkast til skammlífa Bláa lón. Þetta leiðir hugann að Mývatni. Jafnvel daglega er greint frá því sem sjálfsögðum hlut að gera 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi og þrítugfalda núverandi orkuöflun þar fyrir stóriðju á Bakka. Frá Bjarnarflagi hallar landi beint til Mývatns, sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð. Nú þegar rennur óstöðvandi affallsvatn frá þessari litlu virkjun í átt til vatnsins og hefur gruggað vatnið í Grjótagjá. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er, þótt vandamál með affallsvatn hafi hvergi verið leyst og tilraunirnar við Hellisheiðarvirkjun hafi skapað ónæði og tjón hjá Hvergerðingum í 15 kílómetra fjarlægð. Niðurdæling við Mývatn yrði í þrefalt minni fjarlægð og við Bláa lónið nánast í hlaðvarpanum. Engin bitastæð úttekt hefur verið gerð á því hvert gildi Eldfjallagarðs á Reykjanesskaganum hafi fjárhagslega og ímyndarlega fyrir þjóðina í samanburði við að nánast allt eigi að virkja. Þetta eitt ætti að nægja til að virkjanirnar vestan Kleifarvatns fari að minnsta kosti í biðflokk þangað til allar upplýsingar liggi fyrir. Í staðinn virðast sofandi þingmenn ætla að gera útreið Reykjanesskagans að vegvísi í þeirri vegferð að einstæð ósnortin náttúruverðmæti lendi í ruslflokki og verði umturnað, þeim og þjóðinni til ævarandi skammar. Kynslóðir munu um ókomnar aldir undrast að þetta gat gerst, að gimsteinar sem voru gersemar taldir guldu hér afhroðið mest. Ómetanlegum auðæfum landsins á altari skammgróðans brennt og svæði til yndis og unaðar mannsins í úlfskjaft græðginnar hent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. „Reykjanesskagi, – ruslflokkur Rammaáætlunar“, felur í sér þá staðreynd að samkvæmt áætluninni fara aðeins 3 hugsanleg virkjanasvæði af 19 á skaganum í verndarflokk og 11 er búið að virkja eða á að virkja. 5, sem fara eiga í biðflokk, breyta litlu um heildarmyndina eftir að búið verður að breyta Reykjanesfólkvangi í virkjanasvæði og gera allan Reykjanesskagann að nær samfelldu virkjanasvæði með stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum, gufuleiðslum og vegum og njörva þetta allt síðan inn í net af möstrum og háspennulínum. Fólkvangur skagans fer verst út úr þessu auk fleiri friðaðra svæða. Þulin er síbyljulygin um endurnýjanlega og hreina orku sjálfbærrar þróunar þótt fyrir liggi að í forsendum þessara virkjana er aðeins gert ráð fyrir 50 ára endingu orkunnar og að óleyst eru vandamál mengunar, affallsvatns og manngerðra jarðskjálfta í stað þess að fara hægar í sakir í átt sjálfbærrar endingar. Dæmi um þetta er hin samþykkta Eldvarpavirkjun sem felur í sér tvöfaldan glæp: 1. Svartsengisvirkjun og Eldvörp eru með sameiginlegt jarðhitahólf þannig að með því að virkja í Eldvörpum verður flýtt fyrir því að klára orkuna og ganga enn hraðar en áður á rétt komandi kynslóða. Uppgefnar tölur gefa til kynna að jarðhitageymirinn verði tæmdur á 30 árum í stað 50 og að þar með verði orkusölusamningar í uppnámi, arðsemisútreikningar rangir og í lokin tap á hinni ónýtu virkjun sem afkomendur okkar eiga að borga. 2. Eldvörp eru gígaröð og þarf að fara austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. Gígaraðir og móbergshryggir finnast hvergi í heiminum eins og á Íslandi. En með Eldvarpavirkjun og öðrum virkjunum vestan Kleifarvatns á einmitt að ráðast á þessi fyrirbæri, sem eru einkennandi fyrir það að Ísland hefur orðið til á flekaskilum tveggja heimsálfa og á engan jafnoka í veröldinni að þessu leyti. Að hrifsa til sín orkuna í ofstopa-græðgi frá afkomendum okkar og eyðileggja í leiðinni fyrir þeim einstök náttúruverðmæti er siðlaust athæfi, sem mun verða núlifandi Íslendingum til ævarandi skammar, ekki síst vegna þess að stanslaust er logið til um hið raunverulega eðli þessa máls. Á þessu fyrirhugaða virkjanasvæði og öðrum í Reykjanesfólkvangi væri hægt að gera stórbrotinn eldfjallagarð ósnortinnar náttúru ekki síðri en eldfjallagarðinn á Havaí sem lokkar til sín þrjár milljónir ferðamanna um margfalt lengri og erfiðari veg. Þessi íslensku náttúruundur eru aðeins spölkorn frá aðalalþjóðaflugvelli landsins og mesta þéttbýli þess og eru mun verðmætari en skammlífar virkjanir, bæði fyrir dýrmæta ímynd lands og þjóðar og tekjumöguleika af þeim til frambúðar. Við Eldvörp er að finna ónýtta möguleika til að upplifa einstæða náttúru landsins og lífsbaráttu fyrri kynslóða. Í Sundvörðuhrauni eru t.d. dularfullar og magnaðar kofarústir sem líkast voru felustaður í Tyrkjaráninu og við norðurenda Eldvarpa er hinn forni göngustígur Árnastígur, þar sem hægt væri að sýna hvernig vermenn gengu þar eða riðu með poka sína. Ósnortin náttúra og umhverfi, saga fyrri kynslóða og hvernig þær lifðu af (survival) eru eftirsótt atriði fyrir ferðafólk ekkert síður en hið tilbúna og líkast til skammlífa Bláa lón. Þetta leiðir hugann að Mývatni. Jafnvel daglega er greint frá því sem sjálfsögðum hlut að gera 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi og þrítugfalda núverandi orkuöflun þar fyrir stóriðju á Bakka. Frá Bjarnarflagi hallar landi beint til Mývatns, sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð. Nú þegar rennur óstöðvandi affallsvatn frá þessari litlu virkjun í átt til vatnsins og hefur gruggað vatnið í Grjótagjá. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er, þótt vandamál með affallsvatn hafi hvergi verið leyst og tilraunirnar við Hellisheiðarvirkjun hafi skapað ónæði og tjón hjá Hvergerðingum í 15 kílómetra fjarlægð. Niðurdæling við Mývatn yrði í þrefalt minni fjarlægð og við Bláa lónið nánast í hlaðvarpanum. Engin bitastæð úttekt hefur verið gerð á því hvert gildi Eldfjallagarðs á Reykjanesskaganum hafi fjárhagslega og ímyndarlega fyrir þjóðina í samanburði við að nánast allt eigi að virkja. Þetta eitt ætti að nægja til að virkjanirnar vestan Kleifarvatns fari að minnsta kosti í biðflokk þangað til allar upplýsingar liggi fyrir. Í staðinn virðast sofandi þingmenn ætla að gera útreið Reykjanesskagans að vegvísi í þeirri vegferð að einstæð ósnortin náttúruverðmæti lendi í ruslflokki og verði umturnað, þeim og þjóðinni til ævarandi skammar. Kynslóðir munu um ókomnar aldir undrast að þetta gat gerst, að gimsteinar sem voru gersemar taldir guldu hér afhroðið mest. Ómetanlegum auðæfum landsins á altari skammgróðans brennt og svæði til yndis og unaðar mannsins í úlfskjaft græðginnar hent.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar