Eldvarpavirkjun vegvísirinn – ekkert lært af hruninu Ómar Ragnarsson skrifar 3. maí 2012 06:00 Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. „Reykjanesskagi, – ruslflokkur Rammaáætlunar“, felur í sér þá staðreynd að samkvæmt áætluninni fara aðeins 3 hugsanleg virkjanasvæði af 19 á skaganum í verndarflokk og 11 er búið að virkja eða á að virkja. 5, sem fara eiga í biðflokk, breyta litlu um heildarmyndina eftir að búið verður að breyta Reykjanesfólkvangi í virkjanasvæði og gera allan Reykjanesskagann að nær samfelldu virkjanasvæði með stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum, gufuleiðslum og vegum og njörva þetta allt síðan inn í net af möstrum og háspennulínum. Fólkvangur skagans fer verst út úr þessu auk fleiri friðaðra svæða. Þulin er síbyljulygin um endurnýjanlega og hreina orku sjálfbærrar þróunar þótt fyrir liggi að í forsendum þessara virkjana er aðeins gert ráð fyrir 50 ára endingu orkunnar og að óleyst eru vandamál mengunar, affallsvatns og manngerðra jarðskjálfta í stað þess að fara hægar í sakir í átt sjálfbærrar endingar. Dæmi um þetta er hin samþykkta Eldvarpavirkjun sem felur í sér tvöfaldan glæp: 1. Svartsengisvirkjun og Eldvörp eru með sameiginlegt jarðhitahólf þannig að með því að virkja í Eldvörpum verður flýtt fyrir því að klára orkuna og ganga enn hraðar en áður á rétt komandi kynslóða. Uppgefnar tölur gefa til kynna að jarðhitageymirinn verði tæmdur á 30 árum í stað 50 og að þar með verði orkusölusamningar í uppnámi, arðsemisútreikningar rangir og í lokin tap á hinni ónýtu virkjun sem afkomendur okkar eiga að borga. 2. Eldvörp eru gígaröð og þarf að fara austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. Gígaraðir og móbergshryggir finnast hvergi í heiminum eins og á Íslandi. En með Eldvarpavirkjun og öðrum virkjunum vestan Kleifarvatns á einmitt að ráðast á þessi fyrirbæri, sem eru einkennandi fyrir það að Ísland hefur orðið til á flekaskilum tveggja heimsálfa og á engan jafnoka í veröldinni að þessu leyti. Að hrifsa til sín orkuna í ofstopa-græðgi frá afkomendum okkar og eyðileggja í leiðinni fyrir þeim einstök náttúruverðmæti er siðlaust athæfi, sem mun verða núlifandi Íslendingum til ævarandi skammar, ekki síst vegna þess að stanslaust er logið til um hið raunverulega eðli þessa máls. Á þessu fyrirhugaða virkjanasvæði og öðrum í Reykjanesfólkvangi væri hægt að gera stórbrotinn eldfjallagarð ósnortinnar náttúru ekki síðri en eldfjallagarðinn á Havaí sem lokkar til sín þrjár milljónir ferðamanna um margfalt lengri og erfiðari veg. Þessi íslensku náttúruundur eru aðeins spölkorn frá aðalalþjóðaflugvelli landsins og mesta þéttbýli þess og eru mun verðmætari en skammlífar virkjanir, bæði fyrir dýrmæta ímynd lands og þjóðar og tekjumöguleika af þeim til frambúðar. Við Eldvörp er að finna ónýtta möguleika til að upplifa einstæða náttúru landsins og lífsbaráttu fyrri kynslóða. Í Sundvörðuhrauni eru t.d. dularfullar og magnaðar kofarústir sem líkast voru felustaður í Tyrkjaráninu og við norðurenda Eldvarpa er hinn forni göngustígur Árnastígur, þar sem hægt væri að sýna hvernig vermenn gengu þar eða riðu með poka sína. Ósnortin náttúra og umhverfi, saga fyrri kynslóða og hvernig þær lifðu af (survival) eru eftirsótt atriði fyrir ferðafólk ekkert síður en hið tilbúna og líkast til skammlífa Bláa lón. Þetta leiðir hugann að Mývatni. Jafnvel daglega er greint frá því sem sjálfsögðum hlut að gera 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi og þrítugfalda núverandi orkuöflun þar fyrir stóriðju á Bakka. Frá Bjarnarflagi hallar landi beint til Mývatns, sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð. Nú þegar rennur óstöðvandi affallsvatn frá þessari litlu virkjun í átt til vatnsins og hefur gruggað vatnið í Grjótagjá. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er, þótt vandamál með affallsvatn hafi hvergi verið leyst og tilraunirnar við Hellisheiðarvirkjun hafi skapað ónæði og tjón hjá Hvergerðingum í 15 kílómetra fjarlægð. Niðurdæling við Mývatn yrði í þrefalt minni fjarlægð og við Bláa lónið nánast í hlaðvarpanum. Engin bitastæð úttekt hefur verið gerð á því hvert gildi Eldfjallagarðs á Reykjanesskaganum hafi fjárhagslega og ímyndarlega fyrir þjóðina í samanburði við að nánast allt eigi að virkja. Þetta eitt ætti að nægja til að virkjanirnar vestan Kleifarvatns fari að minnsta kosti í biðflokk þangað til allar upplýsingar liggi fyrir. Í staðinn virðast sofandi þingmenn ætla að gera útreið Reykjanesskagans að vegvísi í þeirri vegferð að einstæð ósnortin náttúruverðmæti lendi í ruslflokki og verði umturnað, þeim og þjóðinni til ævarandi skammar. Kynslóðir munu um ókomnar aldir undrast að þetta gat gerst, að gimsteinar sem voru gersemar taldir guldu hér afhroðið mest. Ómetanlegum auðæfum landsins á altari skammgróðans brennt og svæði til yndis og unaðar mannsins í úlfskjaft græðginnar hent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Nýkomin út úr græðgisbólu og hruni, sem kostaði fjármuni, virðumst við nú stefna í afdrifaríkara siðferðishrun sem kosta mun einstæð og óafturkræf verðmæti, m. a. í hlaðvarpa höfuðborgarsvæðisins. „Reykjanesskagi, – ruslflokkur Rammaáætlunar“, felur í sér þá staðreynd að samkvæmt áætluninni fara aðeins 3 hugsanleg virkjanasvæði af 19 á skaganum í verndarflokk og 11 er búið að virkja eða á að virkja. 5, sem fara eiga í biðflokk, breyta litlu um heildarmyndina eftir að búið verður að breyta Reykjanesfólkvangi í virkjanasvæði og gera allan Reykjanesskagann að nær samfelldu virkjanasvæði með stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum, gufuleiðslum og vegum og njörva þetta allt síðan inn í net af möstrum og háspennulínum. Fólkvangur skagans fer verst út úr þessu auk fleiri friðaðra svæða. Þulin er síbyljulygin um endurnýjanlega og hreina orku sjálfbærrar þróunar þótt fyrir liggi að í forsendum þessara virkjana er aðeins gert ráð fyrir 50 ára endingu orkunnar og að óleyst eru vandamál mengunar, affallsvatns og manngerðra jarðskjálfta í stað þess að fara hægar í sakir í átt sjálfbærrar endingar. Dæmi um þetta er hin samþykkta Eldvarpavirkjun sem felur í sér tvöfaldan glæp: 1. Svartsengisvirkjun og Eldvörp eru með sameiginlegt jarðhitahólf þannig að með því að virkja í Eldvörpum verður flýtt fyrir því að klára orkuna og ganga enn hraðar en áður á rétt komandi kynslóða. Uppgefnar tölur gefa til kynna að jarðhitageymirinn verði tæmdur á 30 árum í stað 50 og að þar með verði orkusölusamningar í uppnámi, arðsemisútreikningar rangir og í lokin tap á hinni ónýtu virkjun sem afkomendur okkar eiga að borga. 2. Eldvörp eru gígaröð og þarf að fara austur að Lakagígum til að finna hliðstæðu. Gígaraðir og móbergshryggir finnast hvergi í heiminum eins og á Íslandi. En með Eldvarpavirkjun og öðrum virkjunum vestan Kleifarvatns á einmitt að ráðast á þessi fyrirbæri, sem eru einkennandi fyrir það að Ísland hefur orðið til á flekaskilum tveggja heimsálfa og á engan jafnoka í veröldinni að þessu leyti. Að hrifsa til sín orkuna í ofstopa-græðgi frá afkomendum okkar og eyðileggja í leiðinni fyrir þeim einstök náttúruverðmæti er siðlaust athæfi, sem mun verða núlifandi Íslendingum til ævarandi skammar, ekki síst vegna þess að stanslaust er logið til um hið raunverulega eðli þessa máls. Á þessu fyrirhugaða virkjanasvæði og öðrum í Reykjanesfólkvangi væri hægt að gera stórbrotinn eldfjallagarð ósnortinnar náttúru ekki síðri en eldfjallagarðinn á Havaí sem lokkar til sín þrjár milljónir ferðamanna um margfalt lengri og erfiðari veg. Þessi íslensku náttúruundur eru aðeins spölkorn frá aðalalþjóðaflugvelli landsins og mesta þéttbýli þess og eru mun verðmætari en skammlífar virkjanir, bæði fyrir dýrmæta ímynd lands og þjóðar og tekjumöguleika af þeim til frambúðar. Við Eldvörp er að finna ónýtta möguleika til að upplifa einstæða náttúru landsins og lífsbaráttu fyrri kynslóða. Í Sundvörðuhrauni eru t.d. dularfullar og magnaðar kofarústir sem líkast voru felustaður í Tyrkjaráninu og við norðurenda Eldvarpa er hinn forni göngustígur Árnastígur, þar sem hægt væri að sýna hvernig vermenn gengu þar eða riðu með poka sína. Ósnortin náttúra og umhverfi, saga fyrri kynslóða og hvernig þær lifðu af (survival) eru eftirsótt atriði fyrir ferðafólk ekkert síður en hið tilbúna og líkast til skammlífa Bláa lón. Þetta leiðir hugann að Mývatni. Jafnvel daglega er greint frá því sem sjálfsögðum hlut að gera 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi og þrítugfalda núverandi orkuöflun þar fyrir stóriðju á Bakka. Frá Bjarnarflagi hallar landi beint til Mývatns, sem er aðeins í fjögurra kílómetra fjarlægð. Nú þegar rennur óstöðvandi affallsvatn frá þessari litlu virkjun í átt til vatnsins og hefur gruggað vatnið í Grjótagjá. Menn virðast alveg tilbúnir að spila áhættuspil með þá einstæðu blöndu jarðminja og lífríkis, sem Mývatn er, þótt vandamál með affallsvatn hafi hvergi verið leyst og tilraunirnar við Hellisheiðarvirkjun hafi skapað ónæði og tjón hjá Hvergerðingum í 15 kílómetra fjarlægð. Niðurdæling við Mývatn yrði í þrefalt minni fjarlægð og við Bláa lónið nánast í hlaðvarpanum. Engin bitastæð úttekt hefur verið gerð á því hvert gildi Eldfjallagarðs á Reykjanesskaganum hafi fjárhagslega og ímyndarlega fyrir þjóðina í samanburði við að nánast allt eigi að virkja. Þetta eitt ætti að nægja til að virkjanirnar vestan Kleifarvatns fari að minnsta kosti í biðflokk þangað til allar upplýsingar liggi fyrir. Í staðinn virðast sofandi þingmenn ætla að gera útreið Reykjanesskagans að vegvísi í þeirri vegferð að einstæð ósnortin náttúruverðmæti lendi í ruslflokki og verði umturnað, þeim og þjóðinni til ævarandi skammar. Kynslóðir munu um ókomnar aldir undrast að þetta gat gerst, að gimsteinar sem voru gersemar taldir guldu hér afhroðið mest. Ómetanlegum auðæfum landsins á altari skammgróðans brennt og svæði til yndis og unaðar mannsins í úlfskjaft græðginnar hent.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar