Of spennandi til þess að hafna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2012 07:00 Arnór ætlar sér að byrja að læra frönsku fljótlega þar sem hann kann ekkert í tungumálinu. Hann er hér í leik gegn Frökkum á ÓL síðasta sumar. NordicPhotos/AFP Síðustu mánuðir í lífi Arnórs Atlasonar hafa verið rússíbani. Fyrrum félag hans, AG í Danmörku, fór á hausinn á miðjum Ólympíuleikum og ríkti því óvissa um framtíð leikmannsins. Að loknum Ólympíuleikum tók óvissutímabil við. Að lokum gerði Arnór eins árs samning við þýska stórliðið Flensburg en svo stuttur samningur er skammgóður vermir. Hann segir því vera afar gott að hafa gengið frá sínum málum til næstu ára. „Það var opið að ég færi til þeirra í vetur en það tókst ekki að klára það. Ég fer því bara næsta sumar," sagði Arnór en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Það var þó ákveðið að tilkynna ekki um málið fyrr en eftir leik Flensburg og Füchse Berlin þar sem Arnór fór á kostum. „Flensburg gaf í skyn að félagið vildi halda mér en þeir gátu ekki lofað mér neinu né boðið mér samning strax. Ég hefði hugsanlega getað beðið og séð til en þá hefði ég þurft að hafna þessu spennandi þriggja ára tilboði frá Frakklandi." Arnór segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir því að fara til Frakklands en félagið er staðsett á frönsku Rivíerunni. Það er fátt líkt með þeim stað og Flensburg. „Auðvitað spilar það inn í að vera á Rivíerunni en handboltinn skiptir samt mestu máli. Þetta er bara spennandi á alla vegu og ég er mjög feginn að allt sé klappað og klárt. Þetta var of spennandi til þess að hafna." St. Raphael hefur verið í þriðja og fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár. Liðið var svo hársbreidd frá því að komast inn í Meistaradeildina en liðið tapaði í framlengdum leik gegn þýska félaginu Flensburg í leik um laust sæti í deildinni. „Það hefur samt gengið illa í frönsku deildinni í upphafi vetrar. Liðið kannski gleymdi að styrkja sig á meðan önnur lið voru að bæta við sig. Þeir ætla ekki að láta það gerast á næsta ári," sagði Arnór en félagið ætlar honum stóra hluti í liðinu næstu árin. „Það er uppgangur í franska handboltanum. Það er gaman að taka þátt í því og gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ekki að yngjast," sagði Arnór en Frakkland verður þriðja landið sem hann prófar á atvinnumannaferlinum. Markmið franska félagsins er að festa sig í sessi sem eitt af bestu liðum Frakklands og félagið ætlar að kaupa fleiri leikmenn en Arnór. Baráttan í deildinni hefur harðnað mikið síðustu ár. Moldríkir Katarar eiga Paris Handball, sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með, og svo spila Nikola Karabatic og fleiri frábærir leikmenn með Montpellier. Arnór gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefnin núna og það á sér sínar eðlilegu ástæður. „Síðustu mánuðir hafa verið stórkostlega mikið stress og vesen. Það hefur tekið á mig. Síðustu vikur hef ég verið andlega búinn á því. Þetta ástand tók meira á en ég gerði ráð fyrir. Ég varð að fá frí og þess vegna spila ég ekki með landsliðinu þessa leiki sem eru núna," sagði Arnór. „Það var ekki bara óvissa með vinnu. Við þurftum að flytja, eignuðumst barn daginn eftir flutningana og svo hafa verið tíu leikir á 28 dögum ásamt því sem ég hef verið í samningaviðræðum," sagði Arnór en hann er langt frá því að vera hættur með landsliðinu og stefnir á að koma aftur sterkur inn á HM í janúar ólíkt dönsku félögum hans hjá Flensburg sem fá ekki að spila á HM á Spáni. Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Síðustu mánuðir í lífi Arnórs Atlasonar hafa verið rússíbani. Fyrrum félag hans, AG í Danmörku, fór á hausinn á miðjum Ólympíuleikum og ríkti því óvissa um framtíð leikmannsins. Að loknum Ólympíuleikum tók óvissutímabil við. Að lokum gerði Arnór eins árs samning við þýska stórliðið Flensburg en svo stuttur samningur er skammgóður vermir. Hann segir því vera afar gott að hafa gengið frá sínum málum til næstu ára. „Það var opið að ég færi til þeirra í vetur en það tókst ekki að klára það. Ég fer því bara næsta sumar," sagði Arnór en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Það var þó ákveðið að tilkynna ekki um málið fyrr en eftir leik Flensburg og Füchse Berlin þar sem Arnór fór á kostum. „Flensburg gaf í skyn að félagið vildi halda mér en þeir gátu ekki lofað mér neinu né boðið mér samning strax. Ég hefði hugsanlega getað beðið og séð til en þá hefði ég þurft að hafna þessu spennandi þriggja ára tilboði frá Frakklandi." Arnór segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir því að fara til Frakklands en félagið er staðsett á frönsku Rivíerunni. Það er fátt líkt með þeim stað og Flensburg. „Auðvitað spilar það inn í að vera á Rivíerunni en handboltinn skiptir samt mestu máli. Þetta er bara spennandi á alla vegu og ég er mjög feginn að allt sé klappað og klárt. Þetta var of spennandi til þess að hafna." St. Raphael hefur verið í þriðja og fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár. Liðið var svo hársbreidd frá því að komast inn í Meistaradeildina en liðið tapaði í framlengdum leik gegn þýska félaginu Flensburg í leik um laust sæti í deildinni. „Það hefur samt gengið illa í frönsku deildinni í upphafi vetrar. Liðið kannski gleymdi að styrkja sig á meðan önnur lið voru að bæta við sig. Þeir ætla ekki að láta það gerast á næsta ári," sagði Arnór en félagið ætlar honum stóra hluti í liðinu næstu árin. „Það er uppgangur í franska handboltanum. Það er gaman að taka þátt í því og gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ekki að yngjast," sagði Arnór en Frakkland verður þriðja landið sem hann prófar á atvinnumannaferlinum. Markmið franska félagsins er að festa sig í sessi sem eitt af bestu liðum Frakklands og félagið ætlar að kaupa fleiri leikmenn en Arnór. Baráttan í deildinni hefur harðnað mikið síðustu ár. Moldríkir Katarar eiga Paris Handball, sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með, og svo spila Nikola Karabatic og fleiri frábærir leikmenn með Montpellier. Arnór gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefnin núna og það á sér sínar eðlilegu ástæður. „Síðustu mánuðir hafa verið stórkostlega mikið stress og vesen. Það hefur tekið á mig. Síðustu vikur hef ég verið andlega búinn á því. Þetta ástand tók meira á en ég gerði ráð fyrir. Ég varð að fá frí og þess vegna spila ég ekki með landsliðinu þessa leiki sem eru núna," sagði Arnór. „Það var ekki bara óvissa með vinnu. Við þurftum að flytja, eignuðumst barn daginn eftir flutningana og svo hafa verið tíu leikir á 28 dögum ásamt því sem ég hef verið í samningaviðræðum," sagði Arnór en hann er langt frá því að vera hættur með landsliðinu og stefnir á að koma aftur sterkur inn á HM í janúar ólíkt dönsku félögum hans hjá Flensburg sem fá ekki að spila á HM á Spáni.
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira