Of spennandi til þess að hafna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2012 07:00 Arnór ætlar sér að byrja að læra frönsku fljótlega þar sem hann kann ekkert í tungumálinu. Hann er hér í leik gegn Frökkum á ÓL síðasta sumar. NordicPhotos/AFP Síðustu mánuðir í lífi Arnórs Atlasonar hafa verið rússíbani. Fyrrum félag hans, AG í Danmörku, fór á hausinn á miðjum Ólympíuleikum og ríkti því óvissa um framtíð leikmannsins. Að loknum Ólympíuleikum tók óvissutímabil við. Að lokum gerði Arnór eins árs samning við þýska stórliðið Flensburg en svo stuttur samningur er skammgóður vermir. Hann segir því vera afar gott að hafa gengið frá sínum málum til næstu ára. „Það var opið að ég færi til þeirra í vetur en það tókst ekki að klára það. Ég fer því bara næsta sumar," sagði Arnór en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Það var þó ákveðið að tilkynna ekki um málið fyrr en eftir leik Flensburg og Füchse Berlin þar sem Arnór fór á kostum. „Flensburg gaf í skyn að félagið vildi halda mér en þeir gátu ekki lofað mér neinu né boðið mér samning strax. Ég hefði hugsanlega getað beðið og séð til en þá hefði ég þurft að hafna þessu spennandi þriggja ára tilboði frá Frakklandi." Arnór segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir því að fara til Frakklands en félagið er staðsett á frönsku Rivíerunni. Það er fátt líkt með þeim stað og Flensburg. „Auðvitað spilar það inn í að vera á Rivíerunni en handboltinn skiptir samt mestu máli. Þetta er bara spennandi á alla vegu og ég er mjög feginn að allt sé klappað og klárt. Þetta var of spennandi til þess að hafna." St. Raphael hefur verið í þriðja og fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár. Liðið var svo hársbreidd frá því að komast inn í Meistaradeildina en liðið tapaði í framlengdum leik gegn þýska félaginu Flensburg í leik um laust sæti í deildinni. „Það hefur samt gengið illa í frönsku deildinni í upphafi vetrar. Liðið kannski gleymdi að styrkja sig á meðan önnur lið voru að bæta við sig. Þeir ætla ekki að láta það gerast á næsta ári," sagði Arnór en félagið ætlar honum stóra hluti í liðinu næstu árin. „Það er uppgangur í franska handboltanum. Það er gaman að taka þátt í því og gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ekki að yngjast," sagði Arnór en Frakkland verður þriðja landið sem hann prófar á atvinnumannaferlinum. Markmið franska félagsins er að festa sig í sessi sem eitt af bestu liðum Frakklands og félagið ætlar að kaupa fleiri leikmenn en Arnór. Baráttan í deildinni hefur harðnað mikið síðustu ár. Moldríkir Katarar eiga Paris Handball, sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með, og svo spila Nikola Karabatic og fleiri frábærir leikmenn með Montpellier. Arnór gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefnin núna og það á sér sínar eðlilegu ástæður. „Síðustu mánuðir hafa verið stórkostlega mikið stress og vesen. Það hefur tekið á mig. Síðustu vikur hef ég verið andlega búinn á því. Þetta ástand tók meira á en ég gerði ráð fyrir. Ég varð að fá frí og þess vegna spila ég ekki með landsliðinu þessa leiki sem eru núna," sagði Arnór. „Það var ekki bara óvissa með vinnu. Við þurftum að flytja, eignuðumst barn daginn eftir flutningana og svo hafa verið tíu leikir á 28 dögum ásamt því sem ég hef verið í samningaviðræðum," sagði Arnór en hann er langt frá því að vera hættur með landsliðinu og stefnir á að koma aftur sterkur inn á HM í janúar ólíkt dönsku félögum hans hjá Flensburg sem fá ekki að spila á HM á Spáni. Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Síðustu mánuðir í lífi Arnórs Atlasonar hafa verið rússíbani. Fyrrum félag hans, AG í Danmörku, fór á hausinn á miðjum Ólympíuleikum og ríkti því óvissa um framtíð leikmannsins. Að loknum Ólympíuleikum tók óvissutímabil við. Að lokum gerði Arnór eins árs samning við þýska stórliðið Flensburg en svo stuttur samningur er skammgóður vermir. Hann segir því vera afar gott að hafa gengið frá sínum málum til næstu ára. „Það var opið að ég færi til þeirra í vetur en það tókst ekki að klára það. Ég fer því bara næsta sumar," sagði Arnór en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Það var þó ákveðið að tilkynna ekki um málið fyrr en eftir leik Flensburg og Füchse Berlin þar sem Arnór fór á kostum. „Flensburg gaf í skyn að félagið vildi halda mér en þeir gátu ekki lofað mér neinu né boðið mér samning strax. Ég hefði hugsanlega getað beðið og séð til en þá hefði ég þurft að hafna þessu spennandi þriggja ára tilboði frá Frakklandi." Arnór segir að fjölskyldan sé mjög spennt fyrir því að fara til Frakklands en félagið er staðsett á frönsku Rivíerunni. Það er fátt líkt með þeim stað og Flensburg. „Auðvitað spilar það inn í að vera á Rivíerunni en handboltinn skiptir samt mestu máli. Þetta er bara spennandi á alla vegu og ég er mjög feginn að allt sé klappað og klárt. Þetta var of spennandi til þess að hafna." St. Raphael hefur verið í þriðja og fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár. Liðið var svo hársbreidd frá því að komast inn í Meistaradeildina en liðið tapaði í framlengdum leik gegn þýska félaginu Flensburg í leik um laust sæti í deildinni. „Það hefur samt gengið illa í frönsku deildinni í upphafi vetrar. Liðið kannski gleymdi að styrkja sig á meðan önnur lið voru að bæta við sig. Þeir ætla ekki að láta það gerast á næsta ári," sagði Arnór en félagið ætlar honum stóra hluti í liðinu næstu árin. „Það er uppgangur í franska handboltanum. Það er gaman að taka þátt í því og gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ekki að yngjast," sagði Arnór en Frakkland verður þriðja landið sem hann prófar á atvinnumannaferlinum. Markmið franska félagsins er að festa sig í sessi sem eitt af bestu liðum Frakklands og félagið ætlar að kaupa fleiri leikmenn en Arnór. Baráttan í deildinni hefur harðnað mikið síðustu ár. Moldríkir Katarar eiga Paris Handball, sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með, og svo spila Nikola Karabatic og fleiri frábærir leikmenn með Montpellier. Arnór gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefnin núna og það á sér sínar eðlilegu ástæður. „Síðustu mánuðir hafa verið stórkostlega mikið stress og vesen. Það hefur tekið á mig. Síðustu vikur hef ég verið andlega búinn á því. Þetta ástand tók meira á en ég gerði ráð fyrir. Ég varð að fá frí og þess vegna spila ég ekki með landsliðinu þessa leiki sem eru núna," sagði Arnór. „Það var ekki bara óvissa með vinnu. Við þurftum að flytja, eignuðumst barn daginn eftir flutningana og svo hafa verið tíu leikir á 28 dögum ásamt því sem ég hef verið í samningaviðræðum," sagði Arnór en hann er langt frá því að vera hættur með landsliðinu og stefnir á að koma aftur sterkur inn á HM í janúar ólíkt dönsku félögum hans hjá Flensburg sem fá ekki að spila á HM á Spáni.
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira