Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni.
Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar