Opið bréf til Sóleyjar Sigrún Edda Lövdal skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun