Opið bréf til Sóleyjar Sigrún Edda Lövdal skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun