Fellum tillögu stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson skrifar 11. október 2012 00:01 Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun