Rannsaka öll kúabú vegna smitsjúkdóms Svavar skrifar 11. október 2012 00:00 landbúnaðurSmitandi barkabólga, sem er alvarlegur smitsjúkdómur, hefur greinst á einu kúabúinu á Egilsstöðum á Austurlandi. Matvælastofnun mun kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum. Sjúkdómurinn er litinn alvarlegum augum, en hann flokkast með þekktum skaðvöldum eins og riðu, sullaveiki og gin- og klaufaveiki. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis, segir að málið sé alvarlegt, upp að vissu marki. „Hins vegar vitum við ekki enn hvernig dreifingin á smitinu er og erum því í lausu lofti hvað varðar aðgerðir og hversu alvarlegt þetta er.“ Hjörtur er búinn að senda sýni úr öllum mjólkurbúum í Austurumdæmi, sem eru fjörutíu bæir frá Bakkafirði austur í Öræfi, til rannsóknar, en niðurstöður liggja fyrir um miðja næstu viku. Þá voru tekin stroksýni úr öllum smituðum dýrum á Egilsstaðabúinu á þriðjudagskvöld og send til rannsóknar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. „Niðurstaða þeirra sýnir væntanlega hvaða týpa af veiru þetta er. Við vitum því ekki í dag hversu alvarleg þessi mynd er,“ segir Hjörtur en tekur fram að allt of snemmt sé að tala um möguleikann á því að stofninn á Egilsstaðabúinu verði felldur. Um áttatíu mjólkurkýr eru á Egilsstöðum og helmingur þeirra er smitaður. Mælt hefur verið fyrir um auknar smitvarnir og bann við sölu lífdýra frá búinu. Sýni voru jafnframt tekin á öðrum búum sem Egilsstaðabúið hefur nýlega haft viðskipti við með lifandi dýr en þau reyndust öll neikvæð. Því bendir ekkert til annars en að sýkingin sé einangruð við Egilsstaðabúið. Vegna sýkingarinnar hefur Landssamband kúabænda óskað eftir samstarfi við Matvælastofnun, sem mun kalla eftir sýnum frá öllu landinu á næstu dögum. Frá árinu 2007 hafa árlega verið tekin sýni frá um áttatíu búum á ári til rannsókna á nokkrum alvarlegum smitsjúkdómum, þar á meðal smitandi barkabólgu, en öll sýni hafa hingað til verið neikvæð. Matvælastofnun fundar með bændum á Austurlandi í dag vegna málsins. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
landbúnaðurSmitandi barkabólga, sem er alvarlegur smitsjúkdómur, hefur greinst á einu kúabúinu á Egilsstöðum á Austurlandi. Matvælastofnun mun kalla eftir sýnum frá öllum kúabúum landsins á næstu dögum. Sjúkdómurinn er litinn alvarlegum augum, en hann flokkast með þekktum skaðvöldum eins og riðu, sullaveiki og gin- og klaufaveiki. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis, segir að málið sé alvarlegt, upp að vissu marki. „Hins vegar vitum við ekki enn hvernig dreifingin á smitinu er og erum því í lausu lofti hvað varðar aðgerðir og hversu alvarlegt þetta er.“ Hjörtur er búinn að senda sýni úr öllum mjólkurbúum í Austurumdæmi, sem eru fjörutíu bæir frá Bakkafirði austur í Öræfi, til rannsóknar, en niðurstöður liggja fyrir um miðja næstu viku. Þá voru tekin stroksýni úr öllum smituðum dýrum á Egilsstaðabúinu á þriðjudagskvöld og send til rannsóknar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. „Niðurstaða þeirra sýnir væntanlega hvaða týpa af veiru þetta er. Við vitum því ekki í dag hversu alvarleg þessi mynd er,“ segir Hjörtur en tekur fram að allt of snemmt sé að tala um möguleikann á því að stofninn á Egilsstaðabúinu verði felldur. Um áttatíu mjólkurkýr eru á Egilsstöðum og helmingur þeirra er smitaður. Mælt hefur verið fyrir um auknar smitvarnir og bann við sölu lífdýra frá búinu. Sýni voru jafnframt tekin á öðrum búum sem Egilsstaðabúið hefur nýlega haft viðskipti við með lifandi dýr en þau reyndust öll neikvæð. Því bendir ekkert til annars en að sýkingin sé einangruð við Egilsstaðabúið. Vegna sýkingarinnar hefur Landssamband kúabænda óskað eftir samstarfi við Matvælastofnun, sem mun kalla eftir sýnum frá öllu landinu á næstu dögum. Frá árinu 2007 hafa árlega verið tekin sýni frá um áttatíu búum á ári til rannsókna á nokkrum alvarlegum smitsjúkdómum, þar á meðal smitandi barkabólgu, en öll sýni hafa hingað til verið neikvæð. Matvælastofnun fundar með bændum á Austurlandi í dag vegna málsins.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira