Talinn hafa verið ginntur af lögreglu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. október 2012 00:00 Fartölva með vefmyndavél Þrítugur Reykvíkingur hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi, brot gegn barnaverndarlögum og vörslu á barnaklámi. Maðurinn braut gegn stúlku í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sex mánuðir dómsins, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag, eru skilorðsbundnir. Maðurinn var árið 2010 í netsamskiptum við 10 ára gamla stúlku og klæmdist við hana og vinkonur hennar á spjallrás á netinu. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa fengið þær til að bera sig fyrir framan vefmyndavél og reynt að fá þær til að sýna kynfæri sín. Hann þóttist vera 18 til 19 ára gamall, en var á þessum tíma í raun 27 ára. Ættingjar stúlknanna komust á snoðir um samskipti hans við þær. Í framhaldinu og að undirlagi lögreglu á Selfossi átti móðir einnar þeirra í samskiptum við hann í nafni dóttur sinnar. Þau samskipti leiddu til þess að hann mætti til að áreita stúlkuna, sem þá var orðin ellefu ára, og vinkonu hennar og „hafa við þær kynferðismök í samræmi við ráðagerð hans þar um í samskiptum sínum við barnið,“ að því er segir í ákæru. Dómurinn sýknaði manninn hins vegar af þessum ákærulið. Talið var að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á að maðurinn hefði tekist förin að hitta telpurnar á hendur án þess að fá til þess hvatningu og frumkvæði, bæði frá móður stúlkunnar og áður frá rannsóknarlögreglumanni sem annaðist rannsókn málsins. „Verður þannig að telja […] að ákærði hafi verið ginntur til þess að koma austur […] í þeim tilgangi að fremja þar refsiverðan verknað sem hann annars hefði ekki reynt að fremja,“ segir í dómnum. Þegar maðurinn kom á staðinn beið hans þar hins vegar lögreglumaður sem gat borið kennsl á bíl sem maðurinn var á. Hann var síðan kallaður til yfirheyrslu. Maðurinn neitar sök í flestum ákæruliðum en játar þó á sig vörslu barnakláms í fartölvu. Er honum refsað fyrir 698 ljósmyndir auk hreyfimynda, sem alls taka rúmar fimm klukkustundir í afspilun. Maðurinn hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður, og frá refsingu hans dregst þriggja daga gæsluvarðhald sumarið 2010. Stúlkunni sem maðurinn braut gegn þarf hann að greiða 200 þúsund krónur í miskabætur. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Þrítugur Reykvíkingur hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi, brot gegn barnaverndarlögum og vörslu á barnaklámi. Maðurinn braut gegn stúlku í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sex mánuðir dómsins, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag, eru skilorðsbundnir. Maðurinn var árið 2010 í netsamskiptum við 10 ára gamla stúlku og klæmdist við hana og vinkonur hennar á spjallrás á netinu. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa fengið þær til að bera sig fyrir framan vefmyndavél og reynt að fá þær til að sýna kynfæri sín. Hann þóttist vera 18 til 19 ára gamall, en var á þessum tíma í raun 27 ára. Ættingjar stúlknanna komust á snoðir um samskipti hans við þær. Í framhaldinu og að undirlagi lögreglu á Selfossi átti móðir einnar þeirra í samskiptum við hann í nafni dóttur sinnar. Þau samskipti leiddu til þess að hann mætti til að áreita stúlkuna, sem þá var orðin ellefu ára, og vinkonu hennar og „hafa við þær kynferðismök í samræmi við ráðagerð hans þar um í samskiptum sínum við barnið,“ að því er segir í ákæru. Dómurinn sýknaði manninn hins vegar af þessum ákærulið. Talið var að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á að maðurinn hefði tekist förin að hitta telpurnar á hendur án þess að fá til þess hvatningu og frumkvæði, bæði frá móður stúlkunnar og áður frá rannsóknarlögreglumanni sem annaðist rannsókn málsins. „Verður þannig að telja […] að ákærði hafi verið ginntur til þess að koma austur […] í þeim tilgangi að fremja þar refsiverðan verknað sem hann annars hefði ekki reynt að fremja,“ segir í dómnum. Þegar maðurinn kom á staðinn beið hans þar hins vegar lögreglumaður sem gat borið kennsl á bíl sem maðurinn var á. Hann var síðan kallaður til yfirheyrslu. Maðurinn neitar sök í flestum ákæruliðum en játar þó á sig vörslu barnakláms í fartölvu. Er honum refsað fyrir 698 ljósmyndir auk hreyfimynda, sem alls taka rúmar fimm klukkustundir í afspilun. Maðurinn hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður, og frá refsingu hans dregst þriggja daga gæsluvarðhald sumarið 2010. Stúlkunni sem maðurinn braut gegn þarf hann að greiða 200 þúsund krónur í miskabætur.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira