Íslendingur framseldur til Danmerkur - Grunaður um fíkniefnaviðskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2012 16:55 Frá Kaupmannahöfn. Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. Nafngreindur aðili hefur viðurkennt fyrir rétti í Danmörku að hafa selt hinum íslenska efnin. Sá íslenski átti að mæta fyrir dóm í febrúar 2011, en lét ekki sjá sig og var þá gefin handtökuskipun á hendur honum. Þá var hann farinn til Íslands og lét þau boð ganga frá Íslandi til Danmerkur að hann yrði ekki viðstaddur réttarhöldin í Danmörku. Þá var farið fram á framsal yfir manninum. Dómsmálaráðuneytið kynnti honum framsalsbeiðnina í janúar síðastliðnum, en hann mótmælti henni. Var framsalsákvörðun ráðuneytisins þá kærð til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti hana þann 5. september síðastliðinn. Sá úrskurður var síðan kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann þann 11. september. Dönsk lögregluyfirvöld tilkynntu síðan ríkislögreglustjóra á mánudaginn að tímasetning framsalsins yrði ákveðin þegar maðurinn væri í gæslu lögreglu, til að nærvera hans væri tryggð vegna fyrirhugaðs framsals. Ríkislögreglustjóri var svo upplýstur daginn eftir að til stæði að framselja manninn í dag og var maðurinn þá handtekinn og úrskurðaður umsvifalaust í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði svo þeirri kæru frá í dag þegar búið var að framselja manninn. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Íslenskur karlmaður var í dag framseldur til Danmerkur, en hann er grunaður um að hafa móttekið allt að 1,1 kíló af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni í Danmörku á tímabilinu 1. október 2008 til 1. desember 2009. Brot mannsins eru talin varða allt að tíu ára fangelsi. Nafngreindur aðili hefur viðurkennt fyrir rétti í Danmörku að hafa selt hinum íslenska efnin. Sá íslenski átti að mæta fyrir dóm í febrúar 2011, en lét ekki sjá sig og var þá gefin handtökuskipun á hendur honum. Þá var hann farinn til Íslands og lét þau boð ganga frá Íslandi til Danmerkur að hann yrði ekki viðstaddur réttarhöldin í Danmörku. Þá var farið fram á framsal yfir manninum. Dómsmálaráðuneytið kynnti honum framsalsbeiðnina í janúar síðastliðnum, en hann mótmælti henni. Var framsalsákvörðun ráðuneytisins þá kærð til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti hana þann 5. september síðastliðinn. Sá úrskurður var síðan kærður til Hæstaréttar sem staðfesti hann þann 11. september. Dönsk lögregluyfirvöld tilkynntu síðan ríkislögreglustjóra á mánudaginn að tímasetning framsalsins yrði ákveðin þegar maðurinn væri í gæslu lögreglu, til að nærvera hans væri tryggð vegna fyrirhugaðs framsals. Ríkislögreglustjóri var svo upplýstur daginn eftir að til stæði að framselja manninn í dag og var maðurinn þá handtekinn og úrskurðaður umsvifalaust í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði svo þeirri kæru frá í dag þegar búið var að framselja manninn.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira