Eins árs fangelsi fyrir árásir á sambýliskonu BBI skrifar 11. október 2012 19:53 Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. Ofbeldisbrotin voru bæði framin árið 2010. Í fyrra skiptið réðist maðurinn að konunni þegar hún var ólétt og gengin rúmar 27 vikur með barn þeirra. Maðurinn sló hana með flötum lófa í andlitið nokkrum sinnum. Konan hlaut við barsmíðarnar mar og bólgur víðsvegar um líkamann og legvatn byrjaði að leka. Í síðara skiptið réðist hann að henni þar sem hún hélt á 5 daga gömlu barni þeirra. Maðurinn hrinti henni utan í glerskáp sem við það brotnaði og féll ofan á konuna og barnið. Konan hlaut mar og skrámur við byltuna. Hæstiréttur tók fram að ekki yrði horft til framburðar barna konunnar sem urðu vitni að barsmíðunum. Ástæðan var sú að skýrsla var tekin af börnunum hjá lögreglu án þess að verjandi eða sakborningur væru viðstaddir. Börnin voru ekki látin gefa skýrslu fyrir dómi og vegna þessa þótti ekki stætt að byggja á framburði þeirra. Brot mannsins þóttu hins vegar fullsönnuð með framburði annarra vitna. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að ráðast á sambýliskonu sína í tvígang. Hann var á sama tíma dæmdur fyrir nokkur umferðarlagabrot. Ofbeldisbrotin voru bæði framin árið 2010. Í fyrra skiptið réðist maðurinn að konunni þegar hún var ólétt og gengin rúmar 27 vikur með barn þeirra. Maðurinn sló hana með flötum lófa í andlitið nokkrum sinnum. Konan hlaut við barsmíðarnar mar og bólgur víðsvegar um líkamann og legvatn byrjaði að leka. Í síðara skiptið réðist hann að henni þar sem hún hélt á 5 daga gömlu barni þeirra. Maðurinn hrinti henni utan í glerskáp sem við það brotnaði og féll ofan á konuna og barnið. Konan hlaut mar og skrámur við byltuna. Hæstiréttur tók fram að ekki yrði horft til framburðar barna konunnar sem urðu vitni að barsmíðunum. Ástæðan var sú að skýrsla var tekin af börnunum hjá lögreglu án þess að verjandi eða sakborningur væru viðstaddir. Börnin voru ekki látin gefa skýrslu fyrir dómi og vegna þessa þótti ekki stætt að byggja á framburði þeirra. Brot mannsins þóttu hins vegar fullsönnuð með framburði annarra vitna.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira