Innlent

Götublað á að bæta úr neyð útigangsmanna

BBI skrifar
Sölumaður Big Issue bregður á leik við sölu götublaðsins.
Sölumaður Big Issue bregður á leik við sölu götublaðsins. Mynd/AFP
Uppi eru hugmyndir um að stofna nýtt blað sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Útigangsfólkið fengi sjálft að eiga andvirðið til að kaupa sér mat eða annað og þannig myndi blaðið bæta úr neyð meðal útigangsmanna.

Gunný Ísis Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Styrktarsjóðs SÁÁ, segir frá þessu á heimasíðu samtakanna. Blaðið yrði stofnað að breskri fyrirmynd en þar í landi er götublaðið Big Issue gefið út og selst í um 300 þúsund eintökum í hverri viku. Blaðið er skrifað af blaðamönnum en heimilislausir sjá um að selja það og fá að eiga andvirðið.

„Þetta er hópur sem enginn virðist vita hvað eigi að gera við," segir Gunný og á við útigangsfólk. „Fólk, sem vegna mikillar neyslu er orðið gamalt fyrir aldur fram og líkamlega sjúkt en á ekki inni, til að mynda á elliheimilum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×