Erlent

Læknast hraðar og síður veikir

Eldri bavíanar eru oft heilsuhraustari en þeir yngri ef þeir eldri eru í betri stöðu innan apahópsins.
Eldri bavíanar eru oft heilsuhraustari en þeir yngri ef þeir eldri eru í betri stöðu innan apahópsins. Fréttablaðið/AP
Karlkyns bavíanar sem eru í ráðandi stöðu í sínum hóp verða sjaldnar veikir og sár þeirra læknast hraðar en sár annarra bavíana, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn vísindamanna á heilsufari þessarar apategundar.

Fyrir fram töldu rannsakendur að álagið sem fylgdi því að stýra apahópnum hefði slæm áhrif á heilsu karlanna, en raunin varð önnur. Raunar hefur lengi verið deilt um hvort sé verra fyrir heilsuna, álagið sem fylgir því að vera í ráðandi stöðu, eða álagið sem fylgir því að vera undirmálsapi. Niðurstaðan er sú að það er betra að vera á toppnum, að minnsta kosti fyrir apa. - bj


Tengdar fréttir

Eitrað fyrir skólastúlkum

Eitrað var fyrir 120 skólastúlkum og þremur kennurum þeirra í skóla í Takhar í Afganistan síðastliðinn miðvikudag, að því er segir á fréttavefnum b.dk. Að sögn lögreglu voru andstæðingar menntunar kvenna að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×