Erlent

Forseti Tyrklands segir Assad að stíga frá völdum

Assad hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 2000. Faðir hans gengdi sama embætti í 29 ár.
Assad hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 2000. Faðir hans gengdi sama embætti í 29 ár. mynd/AFP
Forsætisráðherra Tyrklands biðlar til Bashar Assad, forseta Sýrlands, um að endurskoða stöðu sína. Í ljósi mótmælanna í Sýrlandi verði forsetinn að stíga frá völdum.

Ummæli Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, koma stuttu eftir að aðgerðarsinnar í Sýrlandi greindu frá því að fimm manns hafi látið lífið í dag - þar á meðal eru fjögur börn.

Forsætisráðherrann sagði að Assad verði að fara frá völdum og að Assad ætti að vera minnugur þess hver örlög Muammars Gaddafi hefðu orðið eftir að byltingarhermenn steyptu honum af stóli.

Erdogan sagði Assad að ástandið í Sýrlandi geti einungis leitt til hörmunga.

Síðustu átta mánuði hefur sýrlenski herinn verið í mikilli baráttu við uppreisnarmenn þar í landi. Talið er að tæplega 4.000 hafi látist á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×