Sakfelld fyrir meiðyrði í Lúkasarmálinu 14. febrúar 2011 15:50 Hundurinn Lúkas sem var alls ekki drepinn, eins og sumir héldu Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd til að greiða Helga Rafni Brynjarssyni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna Lúkasarmálsins svokallaða. Þá hafa tvenn ummæli sem konan lét falla á vefsíðu sinni um Helga verið dæmd dauð og ómerk. Auk þessa þarf konan að greiða 100 þúsund krónur til birtingar á niðurstöðu dómsins og 400 þúsund krónur vegna málskostnaðar Helga. Alls gera þetta 700 þúsund krónur sem henni er gert að greiða. Upphaf málsins má rekja til þess að sumarið 2007 spruttu upp umræður á Netinu um að hundurinn Lúkas, sem þá hafði verið týndur í nokkurn tíma, hefði verið drepinn með hrottafengnum hætti. Í kjölfar þessarar umræðu birtist nafn Helga Rafns á fjölda vefsíða þar sem fullyrt var að hann hefði drepið hundinn Helgi Rafn varð fyrir gríðarlegu aðkasti vegna þessa, og fékk meðal annars lífslátshótanir í símann sinn og á vefsíðu auk þess sem hundruðir einstaklinga tóku þðátt í umræðu um málið á Netinu. Í dómi segir að umrædd kona hafi gengið einna harðast fram í málinu með hótunum og aðdróttunum í garð Helga, en hún hafi á vef sínum birt ærumeiðandi ummæli um hann á vefsíðu sinni, auk þess sem hún birti mynd af honum. Þau ummæli sem dæmd voru dauð og ómerk eru: „framdi ógeðslegan glæp" og „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn". Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd til að greiða Helga Rafni Brynjarssyni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna Lúkasarmálsins svokallaða. Þá hafa tvenn ummæli sem konan lét falla á vefsíðu sinni um Helga verið dæmd dauð og ómerk. Auk þessa þarf konan að greiða 100 þúsund krónur til birtingar á niðurstöðu dómsins og 400 þúsund krónur vegna málskostnaðar Helga. Alls gera þetta 700 þúsund krónur sem henni er gert að greiða. Upphaf málsins má rekja til þess að sumarið 2007 spruttu upp umræður á Netinu um að hundurinn Lúkas, sem þá hafði verið týndur í nokkurn tíma, hefði verið drepinn með hrottafengnum hætti. Í kjölfar þessarar umræðu birtist nafn Helga Rafns á fjölda vefsíða þar sem fullyrt var að hann hefði drepið hundinn Helgi Rafn varð fyrir gríðarlegu aðkasti vegna þessa, og fékk meðal annars lífslátshótanir í símann sinn og á vefsíðu auk þess sem hundruðir einstaklinga tóku þðátt í umræðu um málið á Netinu. Í dómi segir að umrædd kona hafi gengið einna harðast fram í málinu með hótunum og aðdróttunum í garð Helga, en hún hafi á vef sínum birt ærumeiðandi ummæli um hann á vefsíðu sinni, auk þess sem hún birti mynd af honum. Þau ummæli sem dæmd voru dauð og ómerk eru: „framdi ógeðslegan glæp" og „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn".
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira