Sanngjörn sátt Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2011 06:00 Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúðalánamarkaði var gert þann 3. desember sl. Í viljayfirlýsingunni var tekið af festu á vanda skuldara. Meginatriðin voruAðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila.Útvíkkun sértækrar skuldaaðlögunarAuknar vaxtabæturNý tímabundin vaxtaniðurgreiðsla. Með viljayfirlýsingunni er komið til móts við þau heimili sem eru yfirveðsett og þau sem glíma við verulegan greiðsluvanda. Með breytingum á vaxtabótum er sérstaklega komið til móts við heimili sem eru með lágar tekjur og þunga greiðslubyrði. Vaxtaniðurgreiðslan er almenn og kemur öllum þorra heimila til góða. Ég hvet alla sem glíma við skuldavanda að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og leita lausna í samstarfi við lánveitendur sem allra fyrst. Nú er lag.Umfangsmiklar skuldavandaaðgerðir Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ná samningum um aðgerðaáætlun við lánveitendur og koma á samræmdum aðgerðum til að treysta húsnæðisöryggi fólks þannig að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Það hefur nú tekist og við blasir að þrátt fyrir 15% lækkun fasteignaverðs og um 30% - 50% hækkun lána vegna gengis og verðlags hefur nú verið tryggt að skuldir umfram 110% af fasteignaverði verði afskirfaðar í miklum mæli, að þriðjungur vaxtakostnaðar um 60 þúsund heimila verði endurgreiddur í gegnum vaxtabætur ýmiskonar og að afborganir af lánum séu svipaðar eða lægri en þær voru fyrir hrun, vegna greiðslujöfnunar og nýrra laga um gengisbundin lán. Auk þessa hafa verið innleidd um 50 úrræði til að koma til móts við þá sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum eða skuldavanda. Hér er án nokkurs vafa um einhverjar viðamestu skuldavandaaðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi.Rýmri reglur um sértæka skuldaaðlögun Sértækri skuldaaðlögun er ætlað að koma til móts við heimili sem eiga við verulega greiðslu - og skuldavanda að etja. Bragabót hefur verið gerð á þessu úrræði með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér það Skuldir sem eru hærri en verðmæti fasteignar eru teknar til hliðar og felldar niður að þriggja ára aðlögunartíma liðnum hafi skuldari staðið við samninga, en áður var miðað við 110% af verðmæti fasteignar. Þá hefur verið gerð sú breytinga að miðað er við að heimili hafi greiðslugetu íbúðaskulda sem að svarar að lágmarki til 70% verðmæti eignar í stað 80% áður. Skuldir sem eru yfir greiðslugetu en lægri en verðmæti fasteignar eru settar á biðlán og er það óverðtryggt og án vaxta. Að þremur árum liðnum eru aðstæður skuldara endurmetnar og kannað hvort hann ráði við að greiða af biðláninu.Afskriftir lána á yfirveðsettum eignum Í sem stystu máli býðst heimilum sem glíma við áhvílandi veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Hámark er á niðurfellingu skulda. Langflestum lántökum mun duga niðurfelling skulda umfram fyrrgreint verðmæti eigna um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að afgreiða megi umsóknir um þessa niðurfellingu með tiltölulega einföldum og skjótum hætti. Taka þarf tillit til annarra eigna umsækjanda og niðurfærsla veðskulda lækkar sem nemur öðrum skuldlausum eignum. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái skuldir felldar niður. Í viljayfirlýsingunni var gert ráð fyrir að tekið yrði tillit til greiðslubyrði lántaka og m.v. að greiðslubyrði þyrfti að vera hærri en sem nemur 20% af tekjum. Nýja samkomulag gengur lengra en viljayfirlýsingin að þessu leyti. Bankarnir og Íbúðalánasjóður munu ekki beita þessu skilyrði og lífeyrissjóðirnir munu rýmka þetta skilyrði umtalsvert og miða við greiðslubyrði sem svarar til 18%-20% af brúttótekjum. Með þessu verður komið til móts við mun fleiri en áður var gert ráð fyrir. Ef skuldir lántaka eru áfram umfram 110% eftir fyrrgreinda niðurfellingu getur hann sótt um frekari niðurfellingu. Skilyrði fyrir því eru þrengri og í öllum tilvikum miðað við að greiðslubyrði skulda fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum. Þessi aðgerð mun koma til móts við fjöldamörg heimili. Í skýrslu sérfræðingahóps sem ég setti á laggirnar kemur fram að um 15.200 heimili eru með skuldir umfram 110% af verðmæti eignar. Hér er ekki síst um að ræða ungt fólk sem keypti fasteign á háum lánum og þegar íbúðaverð var í hæstum hæðum. Þetta unga fólk eru fórnarlömb kreppunnar og við skuldum því leiðréttingu. Það er réttlætismál. Það er skynsamleg stefna til að örva efnahagslífið.Vextir niðurgreiddir um þriðjung Vaxtabætur voru hækkaðar verulega árin 2009 og 2010 í kjölfar efnahagsþrenginna og hefur verið ákveðið að framlengja þessar auknu bætur. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting á vaxtabótum að þær ganga nú í meira mæli en áður til tekjulágra heimila sem bera miklar skuldir. Ég vek sérstaklega athygli á því að vaxtabætur til einstæðra foreldra munu hækka umtalsvert. Vaxtaniðurgreiðsla er nýlunda sem greidd verður næstu tvö árin. Niðurgreiðslan mun reiknast sem 0,6% af fasteignaskuldum, þó að hámarki 200 þús.kr. fyrir einstaklinga og 300 þús.kr fyrir einstæða foreldra og hjón. Niðurgreiðslan fellur niður þegar eignir að frádregnum skuldum eru umfram 20 m.kr. og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra og hjón. Fyrri hluti niðurgreiðslunnar verður greiddur 1. maí n.k. og síðari hlutinn 1. ágúst. Heimilin greiða um 60 milljarða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteignalána. Vaxtabætur og -niðurgreiðsla munu nema tæplega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðjungi vaxtagreiðslna. Ég tel að með aðgerðum í skuldamálum heimilanna hafi náðst sanngjörn sátt sem vísar okkur veginn fram á við út úr bolmóði og kreppu, til móts við nýja og betri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samkomulag um víðtækar lausnir á skuldavanda heimilanna milli stjórnvalda og lánveitenda á íbúðalánamarkaði var gert þann 3. desember sl. Í viljayfirlýsingunni var tekið af festu á vanda skuldara. Meginatriðin voruAðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila.Útvíkkun sértækrar skuldaaðlögunarAuknar vaxtabæturNý tímabundin vaxtaniðurgreiðsla. Með viljayfirlýsingunni er komið til móts við þau heimili sem eru yfirveðsett og þau sem glíma við verulegan greiðsluvanda. Með breytingum á vaxtabótum er sérstaklega komið til móts við heimili sem eru með lágar tekjur og þunga greiðslubyrði. Vaxtaniðurgreiðslan er almenn og kemur öllum þorra heimila til góða. Ég hvet alla sem glíma við skuldavanda að kynna sér þau fjölmörgu úrræði sem í boði eru og leita lausna í samstarfi við lánveitendur sem allra fyrst. Nú er lag.Umfangsmiklar skuldavandaaðgerðir Ríkisstjórnin lagði áherslu á að ná samningum um aðgerðaáætlun við lánveitendur og koma á samræmdum aðgerðum til að treysta húsnæðisöryggi fólks þannig að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Það hefur nú tekist og við blasir að þrátt fyrir 15% lækkun fasteignaverðs og um 30% - 50% hækkun lána vegna gengis og verðlags hefur nú verið tryggt að skuldir umfram 110% af fasteignaverði verði afskirfaðar í miklum mæli, að þriðjungur vaxtakostnaðar um 60 þúsund heimila verði endurgreiddur í gegnum vaxtabætur ýmiskonar og að afborganir af lánum séu svipaðar eða lægri en þær voru fyrir hrun, vegna greiðslujöfnunar og nýrra laga um gengisbundin lán. Auk þessa hafa verið innleidd um 50 úrræði til að koma til móts við þá sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum eða skuldavanda. Hér er án nokkurs vafa um einhverjar viðamestu skuldavandaaðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi.Rýmri reglur um sértæka skuldaaðlögun Sértækri skuldaaðlögun er ætlað að koma til móts við heimili sem eiga við verulega greiðslu - og skuldavanda að etja. Bragabót hefur verið gerð á þessu úrræði með það að markmiði að fleiri geti nýtt sér það Skuldir sem eru hærri en verðmæti fasteignar eru teknar til hliðar og felldar niður að þriggja ára aðlögunartíma liðnum hafi skuldari staðið við samninga, en áður var miðað við 110% af verðmæti fasteignar. Þá hefur verið gerð sú breytinga að miðað er við að heimili hafi greiðslugetu íbúðaskulda sem að svarar að lágmarki til 70% verðmæti eignar í stað 80% áður. Skuldir sem eru yfir greiðslugetu en lægri en verðmæti fasteignar eru settar á biðlán og er það óverðtryggt og án vaxta. Að þremur árum liðnum eru aðstæður skuldara endurmetnar og kannað hvort hann ráði við að greiða af biðláninu.Afskriftir lána á yfirveðsettum eignum Í sem stystu máli býðst heimilum sem glíma við áhvílandi veðskuldir umfram 110% af verðmæti fasteignar að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eigna. Hámark er á niðurfellingu skulda. Langflestum lántökum mun duga niðurfelling skulda umfram fyrrgreint verðmæti eigna um allt að 4 m.kr. fyrir einstaklinga og 7 m.kr. fyrir einstæða foreldra, sambýlisfólk og hjón. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að afgreiða megi umsóknir um þessa niðurfellingu með tiltölulega einföldum og skjótum hætti. Taka þarf tillit til annarra eigna umsækjanda og niðurfærsla veðskulda lækkar sem nemur öðrum skuldlausum eignum. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að stóreignafólk fái skuldir felldar niður. Í viljayfirlýsingunni var gert ráð fyrir að tekið yrði tillit til greiðslubyrði lántaka og m.v. að greiðslubyrði þyrfti að vera hærri en sem nemur 20% af tekjum. Nýja samkomulag gengur lengra en viljayfirlýsingin að þessu leyti. Bankarnir og Íbúðalánasjóður munu ekki beita þessu skilyrði og lífeyrissjóðirnir munu rýmka þetta skilyrði umtalsvert og miða við greiðslubyrði sem svarar til 18%-20% af brúttótekjum. Með þessu verður komið til móts við mun fleiri en áður var gert ráð fyrir. Ef skuldir lántaka eru áfram umfram 110% eftir fyrrgreinda niðurfellingu getur hann sótt um frekari niðurfellingu. Skilyrði fyrir því eru þrengri og í öllum tilvikum miðað við að greiðslubyrði skulda fari ekki niður fyrir 18% af brúttótekjum. Þessi aðgerð mun koma til móts við fjöldamörg heimili. Í skýrslu sérfræðingahóps sem ég setti á laggirnar kemur fram að um 15.200 heimili eru með skuldir umfram 110% af verðmæti eignar. Hér er ekki síst um að ræða ungt fólk sem keypti fasteign á háum lánum og þegar íbúðaverð var í hæstum hæðum. Þetta unga fólk eru fórnarlömb kreppunnar og við skuldum því leiðréttingu. Það er réttlætismál. Það er skynsamleg stefna til að örva efnahagslífið.Vextir niðurgreiddir um þriðjung Vaxtabætur voru hækkaðar verulega árin 2009 og 2010 í kjölfar efnahagsþrenginna og hefur verið ákveðið að framlengja þessar auknu bætur. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting á vaxtabótum að þær ganga nú í meira mæli en áður til tekjulágra heimila sem bera miklar skuldir. Ég vek sérstaklega athygli á því að vaxtabætur til einstæðra foreldra munu hækka umtalsvert. Vaxtaniðurgreiðsla er nýlunda sem greidd verður næstu tvö árin. Niðurgreiðslan mun reiknast sem 0,6% af fasteignaskuldum, þó að hámarki 200 þús.kr. fyrir einstaklinga og 300 þús.kr fyrir einstæða foreldra og hjón. Niðurgreiðslan fellur niður þegar eignir að frádregnum skuldum eru umfram 20 m.kr. og 30 m.kr. fyrir einstæða foreldra og hjón. Fyrri hluti niðurgreiðslunnar verður greiddur 1. maí n.k. og síðari hlutinn 1. ágúst. Heimilin greiða um 60 milljarða króna í vaxtagjöld á ári vegna fasteignalána. Vaxtabætur og -niðurgreiðsla munu nema tæplega 20 milljörðum króna í ár eða sem svarar um þriðjungi vaxtagreiðslna. Ég tel að með aðgerðum í skuldamálum heimilanna hafi náðst sanngjörn sátt sem vísar okkur veginn fram á við út úr bolmóði og kreppu, til móts við nýja og betri tíma.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar