Ekki benda á mig! Friðjón Einarsson skrifar 25. janúar 2011 06:00 Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar leggja metnað sinn í að vinna að bættum hag íbúa bæjarfélagsins og það þýðir að á stundum verða menn að gagnrýna starfshætti meirihlutans. Lesendum er vonandi ljóst að margt hefur misfarist við stjórnun bæjarins á undanförnum árum. Bærinn er jú fallegri, sumar göturnar betri en áður og grasið grænna, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Reykjanesbær og dótturfyrirtæki hans eru flest öll í svo alvarlegri stöðu að ekkert má út af bera. Nú er ljóst að bæjarbúar þurfa að borga kostnaðinn af óráðsíu meirihlutans en niðurskurður er fyrirhugaður á öllum sviðum bæjarins annað árið í röð. Skuldir hafa fimmfaldast á átta árum hjá bæjarsjóði, úr rúmlega 5 milljörðum í um 30 milljarða. Ég nefni þetta hér vegna skrifa bæjarstjórans og forystumanns sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, Árna Sigfússonar, í Fréttablaðinu nýverið, en þar kvartar hann yfir gagnrýni minnihlutans og einelti fjölmiðla. Ekki síst kvartar hann yfir viðmiðunum sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur haft um tengsl skulda og tekna sveitarfélaga. Þessi viðbrögð koma ekki á óvart. Undanfarin ár hafa allir þeir sem hafa gagnrýnt starfshætti meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ verið dæmdir neikvæðir og á móti atvinnuuppbyggingu. Vegsemd fylgir vegferð hverri. Sjálfstæðismenn hafa ekki sýnt ábyrgð í útgjöldum á undanförnum árum og kenna ætíð öðrum um, nú stjórnvöldum og fjölmiðlum. En - laun hafa verið skert, starfshlutföll minnkuð, sjóðir hafa tæmst og tekjur duga ekki lengur fyrir útgjöldum. Víkingaheimar eru gjaldþrota, Hljómahöllin fokheld og tóm og Reykjaneshöfn hangir á bjargbrúninni. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem hefðbundinn rekstur hefur verið neikvæður í mörg ár. Samfylkingin hefur lengi verið gagnrýnin á vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og þörf hans til að deila og drottna yfir samfélaginu. Ég er sammála bæjarstjóranum um að áskanir búa ekki til störf en gagnrýnin umræða er nauðsynleg til að lagfæra það sem misfarist hefur á undanförnum árum til að byggja upp til framtíðar. Samfylkingin styður öll góð atvinnuverkefni hér í bæ en vill gæta varúðar í rekstri og skuldbindingum bæjarsjóðs. Við viljum sýna ábyrg vinnubrögð sem þola alla skoðun og þannig og aðeins þannig lærum við að endurtaka ekki mistök fortíðar hér í bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar leggja metnað sinn í að vinna að bættum hag íbúa bæjarfélagsins og það þýðir að á stundum verða menn að gagnrýna starfshætti meirihlutans. Lesendum er vonandi ljóst að margt hefur misfarist við stjórnun bæjarins á undanförnum árum. Bærinn er jú fallegri, sumar göturnar betri en áður og grasið grænna, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Reykjanesbær og dótturfyrirtæki hans eru flest öll í svo alvarlegri stöðu að ekkert má út af bera. Nú er ljóst að bæjarbúar þurfa að borga kostnaðinn af óráðsíu meirihlutans en niðurskurður er fyrirhugaður á öllum sviðum bæjarins annað árið í röð. Skuldir hafa fimmfaldast á átta árum hjá bæjarsjóði, úr rúmlega 5 milljörðum í um 30 milljarða. Ég nefni þetta hér vegna skrifa bæjarstjórans og forystumanns sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, Árna Sigfússonar, í Fréttablaðinu nýverið, en þar kvartar hann yfir gagnrýni minnihlutans og einelti fjölmiðla. Ekki síst kvartar hann yfir viðmiðunum sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur haft um tengsl skulda og tekna sveitarfélaga. Þessi viðbrögð koma ekki á óvart. Undanfarin ár hafa allir þeir sem hafa gagnrýnt starfshætti meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ verið dæmdir neikvæðir og á móti atvinnuuppbyggingu. Vegsemd fylgir vegferð hverri. Sjálfstæðismenn hafa ekki sýnt ábyrgð í útgjöldum á undanförnum árum og kenna ætíð öðrum um, nú stjórnvöldum og fjölmiðlum. En - laun hafa verið skert, starfshlutföll minnkuð, sjóðir hafa tæmst og tekjur duga ekki lengur fyrir útgjöldum. Víkingaheimar eru gjaldþrota, Hljómahöllin fokheld og tóm og Reykjaneshöfn hangir á bjargbrúninni. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem hefðbundinn rekstur hefur verið neikvæður í mörg ár. Samfylkingin hefur lengi verið gagnrýnin á vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og þörf hans til að deila og drottna yfir samfélaginu. Ég er sammála bæjarstjóranum um að áskanir búa ekki til störf en gagnrýnin umræða er nauðsynleg til að lagfæra það sem misfarist hefur á undanförnum árum til að byggja upp til framtíðar. Samfylkingin styður öll góð atvinnuverkefni hér í bæ en vill gæta varúðar í rekstri og skuldbindingum bæjarsjóðs. Við viljum sýna ábyrg vinnubrögð sem þola alla skoðun og þannig og aðeins þannig lærum við að endurtaka ekki mistök fortíðar hér í bæ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar