Nær að hafa áhyggjur af fjármögnun Búðarhálsvirkjunar 15. febrúar 2011 11:52 Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nærtækara áhyggjuefni en virkjanir í neðri Þjórsá. Stjórnarandstöðuþingmaður spyr hvort umhverfisráðherra hafi sama hlutverk og landsliðsmarkmaðurinn í auglýsingunni; að vera fyrir.Í umræðum á Alþingi í gær um dóm Hæstaréttar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hver stefna ríkisstjórnarinnar væri í nýtingunni orkunnar í neðri Þjórsá. og hvort það væri stefnan að orkan yrði nýtt til að skapa verðmæti, búa til ný störf og laða hingað heim fjárfestingu.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að varðandi virkjun neðri hluta Þjórsár lægi fyrir sú yfirlýsta stefna og samkvæmt henni er unnið, bæði af hálfu stjórnvalda og Landsvirkjunar, að engar frekari ákvarðanir yrðu teknar þar um virkjanir eða nýtingu fyrr en að aflokinni vinnu við rammaáætlun. Þar yrðu vegin nýtingarsjónarmið, arðsemi og náttúruvernd."Ætli Landsvirkjun hafi ekki nóg með að vinna úr þeim verkefnum sem hún er með framar í röðinni eins og að tryggja fulla fjármögnun á Búðarhálsvirkjun og í framhaldinu setur Landsvirkjun mikla fjármuni í rannsókn á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslum," sagði Steingrímur og bætti við: "Ætli það sé ekki nærtækara áhyggjuefni fyrir háttvirta þingmenn hvernig úr þeim málum verði leyst og þarf annað til en þá þrætu sem hér er uppi." Framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson rifjaði upp að umhverfisráðherra hefði sagst í fréttum ætla að vera áfram í vinnunni sinni og spurði:"Er það eins og með landsliðsmarkmanninn sem sagt var í auglýsingunni að hefði það verkefni að vera fyrir? Er það áfram verkefni umhverfisráðherra að vera fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu?"Utandagskrárumræða fer fram á Alþingi í dag um dóm Hæstaréttar um skipulag Flóahrepps þar sem umhverfisráðherra verður til svara. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nærtækara áhyggjuefni en virkjanir í neðri Þjórsá. Stjórnarandstöðuþingmaður spyr hvort umhverfisráðherra hafi sama hlutverk og landsliðsmarkmaðurinn í auglýsingunni; að vera fyrir.Í umræðum á Alþingi í gær um dóm Hæstaréttar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hver stefna ríkisstjórnarinnar væri í nýtingunni orkunnar í neðri Þjórsá. og hvort það væri stefnan að orkan yrði nýtt til að skapa verðmæti, búa til ný störf og laða hingað heim fjárfestingu.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að varðandi virkjun neðri hluta Þjórsár lægi fyrir sú yfirlýsta stefna og samkvæmt henni er unnið, bæði af hálfu stjórnvalda og Landsvirkjunar, að engar frekari ákvarðanir yrðu teknar þar um virkjanir eða nýtingu fyrr en að aflokinni vinnu við rammaáætlun. Þar yrðu vegin nýtingarsjónarmið, arðsemi og náttúruvernd."Ætli Landsvirkjun hafi ekki nóg með að vinna úr þeim verkefnum sem hún er með framar í röðinni eins og að tryggja fulla fjármögnun á Búðarhálsvirkjun og í framhaldinu setur Landsvirkjun mikla fjármuni í rannsókn á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslum," sagði Steingrímur og bætti við: "Ætli það sé ekki nærtækara áhyggjuefni fyrir háttvirta þingmenn hvernig úr þeim málum verði leyst og þarf annað til en þá þrætu sem hér er uppi." Framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson rifjaði upp að umhverfisráðherra hefði sagst í fréttum ætla að vera áfram í vinnunni sinni og spurði:"Er það eins og með landsliðsmarkmanninn sem sagt var í auglýsingunni að hefði það verkefni að vera fyrir? Er það áfram verkefni umhverfisráðherra að vera fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu?"Utandagskrárumræða fer fram á Alþingi í dag um dóm Hæstaréttar um skipulag Flóahrepps þar sem umhverfisráðherra verður til svara.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira