Innlent

Sautján ára stúlka sló aðra í höfuðið með glerflösku

Stúlkan sem varð fyrir áverkunum leitaði læknis á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem sauma þurfti nokkur spor til að loka sárinu.
Stúlkan sem varð fyrir áverkunum leitaði læknis á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem sauma þurfti nokkur spor til að loka sárinu. Mynd: Óskar P
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Þar var um að ræða ósætti milli tveggja stúlkna á átjánda ári sem endaði með því að önnur stúlknanna sló hina með glerflösku í höfuðið þannig að skurður myndaðist.

Stúlkan sem varð fyrir áverkunum leitaði læknis á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þar sem sauma þurfti nokkur spor til að loka sárinu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði þó í nægu að snúast um helgina vegna ýmissa mála en vitað er um nokkur tilvik þar sem högg gengu á milli manna án þess þó að líkamsárás hafi verið kærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×