Tækifæri til að gera betur Finnur Oddsson skrifar 15. febrúar 2011 12:43 Viðskiptaþing 2011 er haldið undir yfirskriftinni Tökumst á við tækifærin: atvinnulíf til athafna. Titill þingsins endurspeglar í senn þau áhugaverðu tækifæri sem sannanlega eru til staðar á Íslandi og áeggjan til atvinnulífs um að nýta þau. Í aðdraganda þingsins stóð Viðskiptaráð fyrir könnun meðal forsvarsmanna atvinnulífsins um afstöðu þeirra til ýmissa mála sem ofarlega eru á baugi. Meðal annars var spurt um hvar helstu tækifæri til verðmætasköpunar lægju í nánustu framtíð, auk þess sem hugað var að því hvaða hindranir standa í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins. Svör forsvarsmanna í íslensku atvinnulífi um hvar tækifærin liggja birtast í áherslum Viðskiptaþings. Veruleg verðmæti eru fólgin í menntun og hugviti þjóðarinnar og samkeppnisforskot efnahagslífsins byggir svo einnig á þremur grunnstoðum hagkerfisins; orkunni, hafinu og náttúrunni. Flestir þátttakenda nefna að mikil tækifæri felist í orkuauðlindunum og nýtingu þeirra. Sjónir forystumanna viðskiptalífsins beinast að frekari vinnslu orkuauðlinda og aukinni verðmætasköpun á grunni núverandi orkuvinnslu, meðal annars með nýtingu orkunnar í smærri en mögulega arðbærari verkefni sem skilað geta hærra orkuverði. Fjölbreyttir möguleikar í ferðaþjónustu, aukin sjósókn og aukið verðmæti sjávar- og landbúnaðarafurða í krafti tækniframfara voru meðal þeirra tækifæra sem nefnd voru og einnig var tengd starfsemi á borð við fiskeldi ofarlega í huga. Þrátt fyrir að í svörunum endurspeglist hefðbundnar áherslur á auðlindanýtingu er greinilegt að mikilvægi þekkingar og rannsókna er forsvarsmönnum atvinnulífsins sérstaklega hugleikin. Mjög er horft til hugverkageirans, nýsköpunar og tækniframfara sem forsendu verðmætasköpunar á næstu árum og áratugum. Ekki kemur á óvart að rannsóknir, tækni og nýsköpun yrðu ofarlega á blaði, þar sem nýting auðlinda færist nú nær efri mörkum þess sem telst vinnanlegt, miðað við núverandi tæknistig.Stjórnvöld og atvinnulíf líti í eigin barm Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs mun miklu ráða um hversu greiðfær leið íslenska hagkerfisins verður úr núverandi kreppuástandi. Þess vegna er áhugavert að skoða hugmyndir þátttakenda um hverjar stærstu hindranirnar í vegi endurreisnar efnahagslífsins væru. Tveimur spurningum í könnun Viðskiptaráðs var ætlað að grennslast fyrir um þetta. Annars vegar var spurt með almennum hætti um hvaða hindranir væru í vegi fyrir endurreisnarstarfinu og valkostir ekki gefnir fyrirfram. Hins vegar var spurning með fyrirfram gefnum valmöguleikum um hvað það er sem helst veldur erfiðleikum í rekstri fyrirtækja. Niðurstöður könnunarinnar eru sláandi. Meira en tveir þriðju (69%) forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem þátt tóku nefna stjórnvöld sem helsta þröskuldinn sem stendur í vegi fyrir endurreisn. Of háir skattar eru svo að mati ríflega fimmtungs svarenda mesta vandamálið, en skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur sætt mikilli gagnrýni viðskiptalífsins. Önnur atriði sem helst komast á blað eru gjaldeyrishöft og ótrúverðugur gjaldmiðill, vinnubrögð fjármálastofnana og seinagangur við skuldaaðlögun og almenn viðhorf sem frá hruni hafa einkennist af svartsýni og öfund. Þessi atriði blikna hins vegar í samanburði við þá gagnrýni sem hér er beint að stjórnvöldum, en svör um það bil níu af hverjum tíu aðspurða endurspegla þá skoðun að stjórnvöld og stefna þeirra hamli viðreisn hagkerfisins. Slíkar niðurstöður hljóta að verða þeim sem nú halda um stjórnartaumana alvarlegt umhugsunarefni. Þegar horft er til þeirra þátta sem valda erfiðleikum í rekstri fyrirtækja, nefnir meira en helmingur þeirra sem svara orðspor atvinnulífsins, en það hefur beðið verulegan hnekki frá bankahruni. Samdráttur í eftirspurn, veikt gengi krónu og takmarkað aðgengi að fjármagni eru einnig nefnd sem vandamál. Nokkur eðlismunur er á erfiðleikum sem lúta að orðspori viðskiptalífsins annars vegar og þeim er tengjast hagrænum breytingum á borð við eftirspurn og gengi gjaldmiðla hins vegar. Það er á valdi forsvarsmanna viðskiptalífsins að bæta orðsporið, en það gerist eingöngu með því að fylgja eftir af aga góðum stjórnarháttum og að samfélagsleg ábyrgð sé höfð að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja. Þetta er staðreynd sem forsvarsmenn í íslenskum fyrirtækjarekstri verða að taka alvarlega. Jafnframt þurfa samskipti atvinnulífs við stjórnvöld að einkennast af málefnalegum skoðanaskiptum og ábyrgð. Af ofangreindum svörum má ljóst vera að mörgu er verulega ábótavant í umgjörð atvinnurekstrar á Íslandi, en að auki hafa samskipti stjórnvalda og atvinnulífs ekki haft á sér uppörvandi blæ á síðustu vikum og mánuðum. Hvort tveggja er óásættanlegt ef þjóðin á að finna kröftuga viðspyrnu úr því kreppuástandi sem varað hefur í næstum þrjú ár. Stjórnvöld og atvinnulífið þurfa að taka höndum saman og fjarlægja þær hindranir sem standa í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins. Í því felast eingöngu tækifæri. Umgjörð atvinnulífsins, lög og reglur, eru á ábyrgð stjórnvalda og auk þess hafa þau veruleg áhrif á viðhorf almennings til atvinnulífs með orðum sínum og gjörðum. Stjórnvöld hafa því fjölmörg tækifæri til að styðja við atvinnulífið, auka þannig framleiðslu, draga úr atvinnuleysi og efla kaupmátt. En óumdeilt er að frumkvæðið til athafna liggur hjá atvinnulífinu sjálfu. Tækifærin eru til staðar, auðlindirnar eru verðmætar og þjóðin vel menntuð og verkfús. Stjórnvöld og atvinnulíf verða að grípa tækifærin, þjóðinni allri til heilla. Þetta er efni Viðskiptaþings 2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing 2011 er haldið undir yfirskriftinni Tökumst á við tækifærin: atvinnulíf til athafna. Titill þingsins endurspeglar í senn þau áhugaverðu tækifæri sem sannanlega eru til staðar á Íslandi og áeggjan til atvinnulífs um að nýta þau. Í aðdraganda þingsins stóð Viðskiptaráð fyrir könnun meðal forsvarsmanna atvinnulífsins um afstöðu þeirra til ýmissa mála sem ofarlega eru á baugi. Meðal annars var spurt um hvar helstu tækifæri til verðmætasköpunar lægju í nánustu framtíð, auk þess sem hugað var að því hvaða hindranir standa í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins. Svör forsvarsmanna í íslensku atvinnulífi um hvar tækifærin liggja birtast í áherslum Viðskiptaþings. Veruleg verðmæti eru fólgin í menntun og hugviti þjóðarinnar og samkeppnisforskot efnahagslífsins byggir svo einnig á þremur grunnstoðum hagkerfisins; orkunni, hafinu og náttúrunni. Flestir þátttakenda nefna að mikil tækifæri felist í orkuauðlindunum og nýtingu þeirra. Sjónir forystumanna viðskiptalífsins beinast að frekari vinnslu orkuauðlinda og aukinni verðmætasköpun á grunni núverandi orkuvinnslu, meðal annars með nýtingu orkunnar í smærri en mögulega arðbærari verkefni sem skilað geta hærra orkuverði. Fjölbreyttir möguleikar í ferðaþjónustu, aukin sjósókn og aukið verðmæti sjávar- og landbúnaðarafurða í krafti tækniframfara voru meðal þeirra tækifæra sem nefnd voru og einnig var tengd starfsemi á borð við fiskeldi ofarlega í huga. Þrátt fyrir að í svörunum endurspeglist hefðbundnar áherslur á auðlindanýtingu er greinilegt að mikilvægi þekkingar og rannsókna er forsvarsmönnum atvinnulífsins sérstaklega hugleikin. Mjög er horft til hugverkageirans, nýsköpunar og tækniframfara sem forsendu verðmætasköpunar á næstu árum og áratugum. Ekki kemur á óvart að rannsóknir, tækni og nýsköpun yrðu ofarlega á blaði, þar sem nýting auðlinda færist nú nær efri mörkum þess sem telst vinnanlegt, miðað við núverandi tæknistig.Stjórnvöld og atvinnulíf líti í eigin barm Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs mun miklu ráða um hversu greiðfær leið íslenska hagkerfisins verður úr núverandi kreppuástandi. Þess vegna er áhugavert að skoða hugmyndir þátttakenda um hverjar stærstu hindranirnar í vegi endurreisnar efnahagslífsins væru. Tveimur spurningum í könnun Viðskiptaráðs var ætlað að grennslast fyrir um þetta. Annars vegar var spurt með almennum hætti um hvaða hindranir væru í vegi fyrir endurreisnarstarfinu og valkostir ekki gefnir fyrirfram. Hins vegar var spurning með fyrirfram gefnum valmöguleikum um hvað það er sem helst veldur erfiðleikum í rekstri fyrirtækja. Niðurstöður könnunarinnar eru sláandi. Meira en tveir þriðju (69%) forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem þátt tóku nefna stjórnvöld sem helsta þröskuldinn sem stendur í vegi fyrir endurreisn. Of háir skattar eru svo að mati ríflega fimmtungs svarenda mesta vandamálið, en skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur sætt mikilli gagnrýni viðskiptalífsins. Önnur atriði sem helst komast á blað eru gjaldeyrishöft og ótrúverðugur gjaldmiðill, vinnubrögð fjármálastofnana og seinagangur við skuldaaðlögun og almenn viðhorf sem frá hruni hafa einkennist af svartsýni og öfund. Þessi atriði blikna hins vegar í samanburði við þá gagnrýni sem hér er beint að stjórnvöldum, en svör um það bil níu af hverjum tíu aðspurða endurspegla þá skoðun að stjórnvöld og stefna þeirra hamli viðreisn hagkerfisins. Slíkar niðurstöður hljóta að verða þeim sem nú halda um stjórnartaumana alvarlegt umhugsunarefni. Þegar horft er til þeirra þátta sem valda erfiðleikum í rekstri fyrirtækja, nefnir meira en helmingur þeirra sem svara orðspor atvinnulífsins, en það hefur beðið verulegan hnekki frá bankahruni. Samdráttur í eftirspurn, veikt gengi krónu og takmarkað aðgengi að fjármagni eru einnig nefnd sem vandamál. Nokkur eðlismunur er á erfiðleikum sem lúta að orðspori viðskiptalífsins annars vegar og þeim er tengjast hagrænum breytingum á borð við eftirspurn og gengi gjaldmiðla hins vegar. Það er á valdi forsvarsmanna viðskiptalífsins að bæta orðsporið, en það gerist eingöngu með því að fylgja eftir af aga góðum stjórnarháttum og að samfélagsleg ábyrgð sé höfð að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja. Þetta er staðreynd sem forsvarsmenn í íslenskum fyrirtækjarekstri verða að taka alvarlega. Jafnframt þurfa samskipti atvinnulífs við stjórnvöld að einkennast af málefnalegum skoðanaskiptum og ábyrgð. Af ofangreindum svörum má ljóst vera að mörgu er verulega ábótavant í umgjörð atvinnurekstrar á Íslandi, en að auki hafa samskipti stjórnvalda og atvinnulífs ekki haft á sér uppörvandi blæ á síðustu vikum og mánuðum. Hvort tveggja er óásættanlegt ef þjóðin á að finna kröftuga viðspyrnu úr því kreppuástandi sem varað hefur í næstum þrjú ár. Stjórnvöld og atvinnulífið þurfa að taka höndum saman og fjarlægja þær hindranir sem standa í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins. Í því felast eingöngu tækifæri. Umgjörð atvinnulífsins, lög og reglur, eru á ábyrgð stjórnvalda og auk þess hafa þau veruleg áhrif á viðhorf almennings til atvinnulífs með orðum sínum og gjörðum. Stjórnvöld hafa því fjölmörg tækifæri til að styðja við atvinnulífið, auka þannig framleiðslu, draga úr atvinnuleysi og efla kaupmátt. En óumdeilt er að frumkvæðið til athafna liggur hjá atvinnulífinu sjálfu. Tækifærin eru til staðar, auðlindirnar eru verðmætar og þjóðin vel menntuð og verkfús. Stjórnvöld og atvinnulíf verða að grípa tækifærin, þjóðinni allri til heilla. Þetta er efni Viðskiptaþings 2011.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun