Segir óþarfi að hækka útsvarið og að borgin standi vel 15. febrúar 2011 19:02 Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag. Í hádeginu var greint var frá því að ekki yrði af fyrirhuguðum niðurskurði á kennslu og gæslu í grunnskólum borgarinnar. Foreldrar og kennarar grunnskólabarna höfðu harðlega mótmælt þeim hugmyndum. Formaður menntaráðs segir að komið hafi í ljós að staða grunnskólanna hafi verið mun verri en talið var og niðurskurður þar frá bankahruni svo mikill að ekki hafi verið hægt að gera meira. Frekar verði að veita meira fé í þessa þætti. „Tölurnar liggja ekki fyrir en við teljum að þetta séu allt að 200 milljónir króna fyrir næsta haust og þá erum við að bæta verulega í varðandi gæsluna og forföllin og draga til baka skerðingu á kennslumagni," segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. En von er á stórum árgöngum leikskólabarna og bara á næsta ári er talið að þeim muni fjölga um 400. Það verður að taka á móti án þess að byggð séu ný hús. Til að taka á móti þeim segir Oddný að til standi að nýta betur það húsnæði sem borgin á og er ekki nægilega vel nýtt. Til dæmis með því að sameina leikskóla og grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að ekki þurfi að hækka útsvarið til að bæta stöðu í kennslu og gæslu í grunnskólum. „Það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu og vekur miklu furðu er það að menn ætla að ganga núna til þeirra verka að hækka skatta til að koma til móts við þetta á sama tíma og Reykjavíkurborg á 660 milljónir í óráðstafað fé. Borgin stendur vel," segir Hanna Birna. Sjálfstæðsmenn segja að erfitt að skilja hvers vegna þurfi að hækka gjöld á borgarbúa, útsvar og skerða þjónustu sem bitni á borgarbúum en á meðan megi ekki snerta á yfirstjórninni. „Við reyndum að koma í veg fyrir að hækka útsvarið en skyldum samt eftir þann möguleika að við gætum neyðst til að fullnýta það," segir Jón Gnarr, borgarstjóri. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag. Í hádeginu var greint var frá því að ekki yrði af fyrirhuguðum niðurskurði á kennslu og gæslu í grunnskólum borgarinnar. Foreldrar og kennarar grunnskólabarna höfðu harðlega mótmælt þeim hugmyndum. Formaður menntaráðs segir að komið hafi í ljós að staða grunnskólanna hafi verið mun verri en talið var og niðurskurður þar frá bankahruni svo mikill að ekki hafi verið hægt að gera meira. Frekar verði að veita meira fé í þessa þætti. „Tölurnar liggja ekki fyrir en við teljum að þetta séu allt að 200 milljónir króna fyrir næsta haust og þá erum við að bæta verulega í varðandi gæsluna og forföllin og draga til baka skerðingu á kennslumagni," segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. En von er á stórum árgöngum leikskólabarna og bara á næsta ári er talið að þeim muni fjölga um 400. Það verður að taka á móti án þess að byggð séu ný hús. Til að taka á móti þeim segir Oddný að til standi að nýta betur það húsnæði sem borgin á og er ekki nægilega vel nýtt. Til dæmis með því að sameina leikskóla og grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að ekki þurfi að hækka útsvarið til að bæta stöðu í kennslu og gæslu í grunnskólum. „Það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu og vekur miklu furðu er það að menn ætla að ganga núna til þeirra verka að hækka skatta til að koma til móts við þetta á sama tíma og Reykjavíkurborg á 660 milljónir í óráðstafað fé. Borgin stendur vel," segir Hanna Birna. Sjálfstæðsmenn segja að erfitt að skilja hvers vegna þurfi að hækka gjöld á borgarbúa, útsvar og skerða þjónustu sem bitni á borgarbúum en á meðan megi ekki snerta á yfirstjórninni. „Við reyndum að koma í veg fyrir að hækka útsvarið en skyldum samt eftir þann möguleika að við gætum neyðst til að fullnýta það," segir Jón Gnarr, borgarstjóri.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira