„Þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar“ 15. febrúar 2011 19:09 Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira