Fréttaskýring: Engin flýtiframkvæmd án veggjalda 15. febrúar 2011 21:15 Vaðlaheiðargögn eru flýtiframkvæmd sem ekki verður af án veggjalda. Framkvæmdin á ekki að bitna á öðrum verkefnum Vegagerðarinnar. Samfélagskostnaður vegna slysa er margfalt meiri á öðrum vegköflum en þeim sem Vaðlaheiðargöng leysa af hólmi. Meðan öryggissjónarmið knýja á um vegbætur á suður- og suðvesturhorni landsins virðast byggðasjónarmið lögð til grundvallar við flýtimeðferð við gerð fyrirhugaðra ganga um Vaðlaheiði. Tölur úr slysaskrá Umferðarstofu sýna að á meðan 50 slys og höpp hafi orðið á veginum norður fyrir Vaðlaheiði á níu ára tímabili, hafi orðið sex sinnum fleiri óhöpp á sambærilegum vegkafla á Vesturlandsvegi og átta sinnum fleiri á 27 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi. Í tölum sem Fréttablaðið kallaði eftir frá Umferðarstofu kemur fram að frá ársbyrjun 2002 til septemberloka 2010 hafi einn látist á veginum sem Vaðlaheiðargöng myndu leysa af hólmi. Fimm slösuðust alvarlega og 33 lítið. Óhöpp án meiðsla eru 50 talsins. Á svipað löngum vegarkafla á Vesturlandsvegi létust á sama tíma fimm manns og 20 slösuðust alvarlega. Og á vegarkafla á Suðurlandsvegi létust sex og 32 slösuðust alvarlega.Spurning um forgangsröðun Uppreiknaðar tölur verkfræðistofunnar Línuhönnunar um kostnað vegna slysa sýna að gífurlegur munur er á samfélagslegum kostnaði vegna þessara þriggja vegarkafla á tímabilinu, að ekki sé talað um þær þjáningar sem alvarleg slys hafa í för með sér. Sé miðað við uppreiknaðar tölur nemur kostnaður vegna slysa á veginum norður yfir Vaðlaheiði á tímabilinu rétt rúmum 975 milljónum króna. Kostnaður vegna slysa á vegarkaflanum á Vesturlandsvegi er svo tæpir 4,4 milljarðar króna og 6,2 milljarðar á vegarkaflanum á Suðurlandsvegi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist vona að til lengri tíma auðnist mönnum að fara í framkvæmd á borð við Vaðlaheiðargöng. "Skylda okkar hlýtur hins vegar að vera að forgangsraða, meðal annars út frá slysum," segir hann og bendir á að sá vegarkafli þar sem umferð myndi minnka verði af gerð Vaðlaheiðarganga sé í 54. sæti á lista yfir vegarkafla þar sem slys eru tíðust. "Síðan má horfa til Suðurlandsvegar þar sem er að finna nokkra kafla sem eru á topp tuttugu." Göngin taka ekki frá öðru Undir lok janúar fundaði innanríkisráðherra fyrir norðan til að ganga úr skugga um að ekki væri þar sama andstaða við veggjöld til að fjármagna framkvæmdir og vart hefur orðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Svo reyndist ekki vera og hefur því verið haldið áfram með undirbúning Vaðlaheiðarganga. "Það liggur ekki annað fyrir en verið sé að búa til hlutafélag í samræmi við lög sem samþykkt voru á þingi í fyrra. Fyrsta verkefni félagsins yrði svo að senda út svokallað forval og svo útboð í framhaldinu," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hann segir vonir standa til að af þessu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Vaðlaheiðargögn eru flýtiframkvæmd sem ekki verður af án veggjalda. Framkvæmdin á ekki að bitna á öðrum verkefnum Vegagerðarinnar. Samfélagskostnaður vegna slysa er margfalt meiri á öðrum vegköflum en þeim sem Vaðlaheiðargöng leysa af hólmi. Meðan öryggissjónarmið knýja á um vegbætur á suður- og suðvesturhorni landsins virðast byggðasjónarmið lögð til grundvallar við flýtimeðferð við gerð fyrirhugaðra ganga um Vaðlaheiði. Tölur úr slysaskrá Umferðarstofu sýna að á meðan 50 slys og höpp hafi orðið á veginum norður fyrir Vaðlaheiði á níu ára tímabili, hafi orðið sex sinnum fleiri óhöpp á sambærilegum vegkafla á Vesturlandsvegi og átta sinnum fleiri á 27 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi. Í tölum sem Fréttablaðið kallaði eftir frá Umferðarstofu kemur fram að frá ársbyrjun 2002 til septemberloka 2010 hafi einn látist á veginum sem Vaðlaheiðargöng myndu leysa af hólmi. Fimm slösuðust alvarlega og 33 lítið. Óhöpp án meiðsla eru 50 talsins. Á svipað löngum vegarkafla á Vesturlandsvegi létust á sama tíma fimm manns og 20 slösuðust alvarlega. Og á vegarkafla á Suðurlandsvegi létust sex og 32 slösuðust alvarlega.Spurning um forgangsröðun Uppreiknaðar tölur verkfræðistofunnar Línuhönnunar um kostnað vegna slysa sýna að gífurlegur munur er á samfélagslegum kostnaði vegna þessara þriggja vegarkafla á tímabilinu, að ekki sé talað um þær þjáningar sem alvarleg slys hafa í för með sér. Sé miðað við uppreiknaðar tölur nemur kostnaður vegna slysa á veginum norður yfir Vaðlaheiði á tímabilinu rétt rúmum 975 milljónum króna. Kostnaður vegna slysa á vegarkaflanum á Vesturlandsvegi er svo tæpir 4,4 milljarðar króna og 6,2 milljarðar á vegarkaflanum á Suðurlandsvegi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist vona að til lengri tíma auðnist mönnum að fara í framkvæmd á borð við Vaðlaheiðargöng. "Skylda okkar hlýtur hins vegar að vera að forgangsraða, meðal annars út frá slysum," segir hann og bendir á að sá vegarkafli þar sem umferð myndi minnka verði af gerð Vaðlaheiðarganga sé í 54. sæti á lista yfir vegarkafla þar sem slys eru tíðust. "Síðan má horfa til Suðurlandsvegar þar sem er að finna nokkra kafla sem eru á topp tuttugu." Göngin taka ekki frá öðru Undir lok janúar fundaði innanríkisráðherra fyrir norðan til að ganga úr skugga um að ekki væri þar sama andstaða við veggjöld til að fjármagna framkvæmdir og vart hefur orðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Svo reyndist ekki vera og hefur því verið haldið áfram með undirbúning Vaðlaheiðarganga. "Það liggur ekki annað fyrir en verið sé að búa til hlutafélag í samræmi við lög sem samþykkt voru á þingi í fyrra. Fyrsta verkefni félagsins yrði svo að senda út svokallað forval og svo útboð í framhaldinu," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hann segir vonir standa til að af þessu
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira