Skattar eru forsenda velferðar Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 2. febrúar 2011 10:57 Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun