Skattar eru forsenda velferðar Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 2. febrúar 2011 10:57 Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti Fréttablaðið frétt sem byggði á útreikningum Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings hjá Talnakönnun, á skattbyrði einstaklinga. Útreikningar Benedikts gefa ekki raunsanna mynd og er því nauðsynlegt er að gera allnokkrar athugasemdir við þá og einnig við forsendur þeirra sem ekki voru gerðar ljósar. Taflan hér á síðunni sýnir samanburð á útreikningi fjármálaráðuneytisins (FJR) og Benedikts, eins og hann birtist í Fréttablaðinu. Til að skýra muninn á niðurstöðum útreikninganna er ástæða til að gera hér grein fyrir helstu forsendum FJR. Tryggingargjald Benedikt reiknar tryggingargjald af röngum stofni en lífeyrisiðgjöld sem launagreiðandi greiðir eru hluti af skattstofninum en þarna er reiknað af brúttólaununum einum. Iðgjald í lífeyrissjóð Í forsendum FJR er reiknað með skylduiðgjaldi launþega í lífeyrissjóð (4% af launum) en Benedikt reiknar með 6% iðgjaldi hjá lægra launaða manninum en 7% hjá hinum hærra launaða. Þarna er um valkvæðan sparnað að ræða sem er ekki réttlætanlegt að hafa með og þaðan af síður ólíkan í báðum dæmunum. Eignarskattur Í útreikningi um eignarskatt er ekki hægt að sjá hvaða forsendur Benedikt er að miða við. Eini eignarskatturinn sem er í gildi nú er auðlegðarskattur og hér vantar forsendur til að reikna hann ef um eign væri að ræða sem gæfi tilefni til auðlegðarskatts. Hann er mismunandi milli dæmanna sem gerir samanburð villandi. Útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra Báðir þessir skattar eru nefskattar og sama upphæð hjá öllum sem þá greiða. Hjá Benedikt er gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra mismunandi í þessum tveimur dæmum. Fasteignaskattar Það er ekki auðvelt að sannreyna fasteignaskattana í dæmi Benedikts enda fara þeir eftir því í hvaða sveitarfélagi einstaklingar í dæmunum búa. Hins vegar er óheppilegt að þessi skattur skuli vera mismunandi í dæmunum. Ráðstöfunartekjur Í forsendum FJR eru ráðstöfunartekjur sérstaklega reiknaðar vegna þess að í framhaldi samanburðarins er reiknað með því að viðkomandi einstaklingar noti allar ráðstöfunartekjur sínar til þess að kaupa vörur og þjónustu. En eins og sjá má af dæmi Benedikts, þá er gert ráð fyrir að viðkomandi einstaklingur eyði meira í neyslu (í vörur sem bera virðisaukaskatt) en hann hefur til ráðstöfunar. Viðkomandi er því ekki að borga af lánum vegna bíla eða fasteignakaupa heldur eyðir öllu og meira en það í eigin neyslu. Virðisaukaskattur og vörugjöld Virðisaukaskattgreiðslurnar í útreikningi FJR taka mið af meðalhlutfalli virðisaukaskatts í einkaneyslu landsmanna. Hlutfallið á milli virðisaukaskatts og vörugjalda er hið sama og í útreikningi Benedikts (62% vörugjöld á móti VSK) þó svo að hlutfallið eigi að vera mun lægra. Tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum eru einungis 1/3 af tekjum af virðisaukaskatti. Ekki er hægt að átta sig á hvaða forsendur Benedikt gefur sér varðandi virðisaukaskatt og vörugjöld. En út frá virðisaukaskattinum einum getum við reiknað út að til þess að greiða þann virðisaukaskatt sem Benedikt reiknar með þyrfti viðkomandi að eyða meiru en hann hefur til ráðstöfunar eins og sjá má í neðstu línu í samanburðinum. Hvað vantar? Í reikningnum hjá FJR er ekki reiknað með því að ráðstöfunartekjurnar séu notaðar í neina neyslu sem ekki ber meðalvirðisaukaskatt. Þar með þarf viðkomandi ekki að greiða neina vexti eða afborganir af því húsnæði sem hann á því annars greiddi hann ekki fasteignaskatta nema hann eigi húsnæðið skuldlaust. Það dæmi er hins vegar ekki sérlega lýsandi fyrir stöðu flestra og þá gerist hvort tveggja að greiðsla óbeinna skatta minnkar en jafnframt koma til vaxtabætur. Ef við gæfum okkur það dæmi að lægra launaði einstaklingurinn skuldaði í íbúðarhúsnæði og borgaði yfir 700 þúsund kr. á ári í vexti fengi hann fullar vaxtabætur, sem í ár verða 400 þúsund kr. eða 33 þúsund kr. á mánuði. Við verðum að reikna með því að viðkomandi sé barnlaus því annars fengi hann barnabætur. Að sleppa þessu úr útreikningum á skattbyrði líkt og í útreikningum Benedikts gerir þá ómarktæka. Þess utan stendur skattkerfið undir opinberri samneyslu og þannig nýtur hver einasti landsmaður þeirrar þjónustu sem hið opinbera veitir og þess öryggisnets sem velferðarkerfið er. Að lokum er ástæða til að benda á þá staðreynd að skattbyrði lægstu tekjuhópa samfélagsins hefur lækkað eftir að breytingar voru gerðar á skattkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ætti það að vekja nokkra athygli enda ótrúlegt að á góðærisárunum hafi skattbyrði verið meiri á tekjulægsta hóp samfélagsins en nú rúmlega tveimur árum eftir hrun. Á móti kemur að skattbyrði á fólk með háar tekjur er meiri. En væntanlega er það þannig sem íslenskt velferðarsamfélag á að vera - að hinir aflögufæru greiði sitt til samfélagsins.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun